Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Blaðsíða 34
192
Kjartan Helgason:
IÐUNN
-og nú, eftir að ég hef kynst því á víð og dreif innan
um aðrar þjóðir erlendis.
Vera má, að ég sé of bjartsýnn og vongóður.
Hitt er áreiðanlegt, að margt af því, sem bezt er til
i íslendings-eðlinu, er enn við lýði vestan hafs. En
ég játa, að það er í hættu statt. Það þarf hjálpar
við. Og lijálpin verður að koma með fram héðan
að heiman. Félögin bæði, íslendingur hér, og Þjóð-
ræknisfélagið vestra, eiga mikið og veglegt verk fyrir
liöndum, verk, sem ekki verður árangurslítið, ef því
er sint af alúð. Og það verk verður ekki vanþakkað.
t*ó að þessi fyrsta tilraun, sem gerð var héðan að
heiman kunni að hafa orðið árangurslílil og að mörgu
leyti misheppnast —- af mínum völdum — þá er hún
þó ekki árangurslaus. Eg veit að landar vestra liafa
tekið viljann fyrir verkið. Pað eitt, út af fyrir sig,
hefir þeim verið mikils virði, að félag hér heima
og alþingi sýndi það í verkinu, að það vildi sinna
frændunum vestra. Eg held, að fæstir af ykkur geli
trúað því, hve mikinn fögnuð það vakti hjá mörg-
um. Eg marka það ekki eingöngu af því, sem um
það hefir verið sagt opinberlega, heldur einkum af
viðtali við menn. Og við skiljum það, ef við seljuin
okkar í þeirra spor. — Það hafir verið býsna al-
ment, að löndum vestra hefir fundist anda kalt til
sín héðan; þeim hefir fundist, að þeim væri hálf-
vegis útskúfað. Þegar þeir fluttust vestur — margir
út úr vandræðum — þá var þeim stundum brigzlað
um það, að þeir væru að svíkja ættjörð sína o. s. frv.
Þess konar ummæli hafa setið í þeim, og undan
þeiin sviðið öll árin sem síðan eru liðin. — Mjög
alment kvörtuðu menn um það, að bréfaskriftirnár
við kunningjana heitna hefðu farið út um þúfur.
Þeir sögðust hafa skrifað og skrifað af brennandi
löngun eftir að fá aftur svör og fréltir að heiman; en
svörin hefðu komið dræmt og loks fallið alveg niður.