Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 8

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 8
166 Gilbert Parker: IÐUNN ist að því kominn að sofna, en alt í einu leit hann upp og sagði: — Ég er ekki búinn að biðja bænir mínar, — er það? — Faðirinn hristi höfuðið hálf-vandræðalega. — Eg get lesið þær upphátt, ef ég vil; get ég það ekki? — — Auðvitað, Dómini(|ue. — Maðurinn hrökk við ofurlítið. — Eg er farinn að gleyma þeim stundum; en eina man ég alveg, því að ég var að fara með hana, þegar ég heyrði svaninn syngja. Hún er ekki úr bók séra Corraine’s, sem Væni-Pétur færði mömmu; það er bæn, sem hún hefir sjálf búið til. Kannske ég ætti heldur að fara með hana? — — Pú gelur það, ef þig langar til þess — röddin var ofurlítið ráin. Drengurinn byrjaði: — Góði Jesús, sem lézt lífið lil þess að bjarga oss frá synd og dauða og leiða oss heim til þín, þar sem hvorki er kuldi, hungur né þorsti, og þar sem enginn þarf að lnæðast, — bænheyr þú barnið þitt . . . Lát þú ekki fljólið koma yfir okkur né snjóflóðið grafa okkur, þegar regnið streymir niður úr skýjunum og óveðrin steðja ofan af fjöllunum. Og láttu ekki skógareldana granda okkur. Varðveit oss, svo að við verðum ekki villidýrum að bráð; og milda þú svo hjörtu vor, að við myrðum þau ekki 1 bræði. — — — Óvart stakst fingurinn gegnum gatið á feldinum og hann hætti andartak. — — Ó, frelsa þú oss frá glötun, miskunnsami lausnari! — Aflur varð ofurlítil málhvíld og liann glenti upp augun og sagði: — Pabbi, heldurðu, að mamma sé týnd? —

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.