Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 47

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 47
SÐUNN S. A.: Orkulindir framtíðarinuar. 205 Fyrst bendir liann á það í þessum fyrirlestri sín- um, að orkulindir nútíðarinnar séu að þverra. Eins og kunnugt er, eru það aðallega kol og steinolía, sem enn eru notuð til iðnreksturs í iðnaðarlöndunum. En kolin eru farin að eyðast og ganga til þurðar. Verst á vegi statt í þessu tilliti er England, þar — »munu kolin verða þrotin innan tæpra 200 ára hér frá.« Aftur á móti munu kolin endast Þýzkalandi ■og Frakklandi um 1000 ár eða lítið eitt lengur; Kanada hefir kol til á að gizka 1500 ára og Banda- ríkin til hér um bil 2000 ára. En olía sú, sem nú er framleidd í Ameríku, verður gengin til þurðar á næstu 90 árum. Hvað tekur þá við? — Fyrst »livítu kolin«, fossa- aflið og rafmagnið, sem framleitt verður með vatns- orkunni, en síðan sólarorkan sjálf. Aö því er fossaflið snertir, telur Arrhenius ríkin í Suður-Ameríku og Ástralíu standa bezt að vígi. Þar næst telur hann Bandaríkin í Norðurameríku, en um fossaflið í Evrópu farast honum orð á þessa leið: »ísland stendur fremst, sakir fólksfæðar sinnar, og ef til vill á hin gamla söguey eftir að lifa nýja blómatíma. Þar næst kemur Skandinavia, og þar er "Noregur fremstur í flokki, enda hefir hann þegar uppskorið mikið gott af hinni ódýru vatnsorku sinni og á það eftir að verða eitt af forvígislöndum stór- iðjunnar á komandi tímum. Svíaríki og Finnland hafa nóg til sinna nauðsynja. Fá er vatnsorkan og ákaflega nauðsynleg bæði Frakklandi og Italíu, en í hvorutveggja landinu er hún af skornum skamti og ónóg, þegar tekið er tillit til allra menningarþarfa þessara landa. Neðst í röðinni í þessu tilliti eru stór- veldin þrjú, Stóra-Bretland, Þýzkaland og Rússland; er þar ekki til nema sem svarar J/5o hestafli á mann. Nú er Rússland aðallega akuryrkjuland og þarfnast því litillar orku, og að líkindum heldur akuryrkjan

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.