Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Blaðsíða 62
220
Á. H. B.:
IÐUNN
ekkert frekar fyrir um Evu C.; en síðar komst þa5-
upp, að þetta var sama stúlkan, og þá urðu svik
hennar einnig við síðari tilraunirnar augljós. En ég
skal nú segja ofurlítið nánar af miðilsferti stúlku
þessarar, og styðst ég þar aðallega við ritgerð Helen
de G. Verrall: The History of Marthe Béraud
(»Eva C.«) í Proceedings, Vol. XXVII, bls. 333 o. s-
Um aldamótin 1900 bjuggu hjónin Noel hershötð-
ingi og kona hans í Villa Carmen í Algier. Voru
þau ákafir spiritistar, einkum konan, og liöfðu því
tíðar »setur« (scances) heima hjá sér bæði með
atvinnu-miðlum og öðrum. Á heimilið kom ung stúllia,
Marthe Béraud, og trúlofaðist hún síðar syni þeirra
hjóna, Maurice. Fékk frúin hana brátt til að taka
þátt í tilraununum og gerast miðill. En sögurnar af
setum þessum voru sendar í spirilisk blöð og tíma-
rit. í ágúst 1905 fór próf. Richet til Algier, til þess
að athuga þetta, og birti athuganir sínar á franska
spiritista-ritinu Annales des sciences psychiqaes 1905,.
bls. 649 o. s.
Fyrirbrigðin, sem bar fyrir próf. Richet, vom
svonefndar »ho!dganir« anda nokkurra. Bar þar einna
mest á Araba-höfðingja einum, er nefndi sig Bien-
Bóa og systur hans, Bergólíu. Sýndu þau ýmis merkfr
þess, að þetta væru lifandi verur, og úrlausnarefni
Richet’s var því aðallega þetta: að komast á snoðir
um, hvort verur þessar mundu vera leiknar af
Mörthu eða einhverjum öðrum hjálparmanni hennar.
En niðurstaða sú, sem Richet komst að, var fólgin
í þessu tvennu:
1., Á fundum þeim, sam hann var á, var girt fyrir
það, að nokkur hjálp kæmi ulan að; væru þvir
svik i tafli, hlytu þau að stafa frá Mörthu B. og
þá, ef svo væri, að vera gerð að yfirlögðu ráði.
2., En fyrirbrigðin væru því nær áreiðanlega ósvikin,