Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Blaðsíða 6
164
Gilbert Parker:
IÐDNN
en svo innilega heilnæmt og glatt á sumrum, og svo
samræður foreldranna ýmist við varðeldinn eða á
veiðiförutn, er hann lá i hengirólu milli tveggja trjáa
eða í skutnum á valnabátnum, og þó um fram alt
umönnun góðrar, ástríkrar móður, enda þótt hún
væri nokkuð geðrík, — alt þetta hafði þroskað hann
um aldur fram. Tímunum saman hafði liann á hverj-
um degi oiðið að vera einn með fuglunum, ikorn-
unum og öðrum dýrum, er flugu hringinn í kring
um hann; en eitthvað af þefvísi þeirra og eðlisgreind
hafði smogið líkama hans og heila, þannig að hann
fann til margs þess, sein hann alls ekki gat gert sér
ljósa grein fyrir.
Hann sá, að hann hafði mælt föður sinn og það
angraði hann. Nú datt honutn annað í hug:
— Pabbi, lof mér að fá það. —
Eitlhvað sviplíkt brosi var að reyna að brjótast
fram í andlit veiðimannsins, er liann sneri sér að
veggnum og tók ofan hvitt tófuskinn. Augnablik hélt
hann því milli handa sér og horfði á það með vel-
þóknun; því næst kom hann með það og fékk barn-
inu það, og nú brauzt brosið yíir varir hans, er
hann sá, hversu hið föla andlit hvarf á kaf í mjúk-
an feldinn.
— Er það ekki mjúkl? — sagði hann ósjálfrátt.
— Bon! bon!'1') svaraði barnið á máli móður sinn-
ar, sem var frönsk, en það voltaði þó fyrir Indíána-
blóði í æðum hennar.
Þeir sátu nú þarna báðir. Maðurinn hálf-laut niður
yfir fletið og strauk feldinn ofur-iaust. Fæstir mundu
hafa skilið í því, sem hefðu séð það, hvers vegna
veiðimaðurinn og sonur hans, sem var ekki nema
níu vetra, gátu verið svo hróðugir yfir svona litlu.
fað má sjá aðdáunar-glampa í augum ungrar konu.
1) Gott! gott! = inndælt.