Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 27
IÐUNN
Frá Vestur-íslendingum.
185
tínii til kominn, að é« gefi einhverja skýrslu um
ferðina; og það hef ég lofað að gera á þessum fundi.
Mér þykir verst, ef fundarnrenn vonast eftir einhverri
skemtilegri ferðasögu. það sem ég ætla að segja ykkur
verður mjög einliliða. Eg átti ekki nema eitt erindi
vestur, og sinti lítið öðru. Það sem ég gerði mér
mest far um að kynnast, var þjóðernis-barátta landa
okkar, eða viðleitni þeirra til að vernda tungumál
sitt og þjóðerni, varðveita sjálfa sig frá því að hverfa
eins og dropi i það liaf af enskumælandi þjóðílokk-
um, sem umkringir þá og vill gleypa þá í sig svo
gersamlega, að þess sjáist engin merki, að þeir hafi.
nokkuru sinni íslendingar verið.
Til þess að vernda sig og börn sín frá slíkri glötun
eru nú landar okkar að bindast sainlökum, og hafa
myndað félag, sem þeir kalla Þjóðræknisfélag Vestur-
íslendinga. Þelta iélag er korn-ungt enn þá. En þar
er allmikill áhugi á ferðum, sem virðist fara vaxandi.
Félagsmenn munu hafa verið nál. 1000, þegar ég fór
frá Winnipeg í vor fyrir sumarmál. En þá var fé-
lagið heldur ekki nema rúmlega ársgamalt, og liafðl
ekki gert mikið að þvi að afla sér félaga. En nú
stóð til í vor að gera gangskör að því. Og menn
úr félagsstjórninni sögðu við mig, að þeir þyrðu að
lofa því, að félagatalan skyldi tvöfaldast á þessu ári„
Arstillag hvers félagsmanns er 2 dalir, svo að félagið
hefir þegar talsvert fé lil umráða.
Félagið er í deildum, vili koma upp deild í hverri
íslendingabygð, en hefir eina sambandsstjórn. í þeirri
stjórn sitja 9 menn. Stærsta og atkvæðamesta félags-
deildin er í Winnipeg. Hún hélt fund í hverri viku
í vetur, og þangað var öllum Islendingum hoðið að
koma. Hún hélt uppi kenslu í íslenzku mikinn hluta
vetrarins; til þeirra kenslu-stunda var boðið öllum
islenzkum börnum. Næsta vetur stendnr til að vinna
enn kappsamlegar að slíkri kenslu. Þjóðræknisfélagið