Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Blaðsíða 37
IÐUNN
Frá Vestur-íslendingum.
195
Þá vantaði íslenzka þjóðernistilfinningu blátt áfram
af vanþekkingu; af því, að þeir vissu ekki, hvers
virði getur verið að vera íslendingur, vissu t. d. ekki
hve dýrmætan fjársjóð íslendingar eiga, þar sem
bókmentir þeirra eru. Þeim hafði aldrei verið sjmt
neitt að ráði inn í þann heim og kunnu sama sem
ekkert í þeim íslenzkum fræðum, sem veigamest eru.
Þeir menn eru auðvitað margir vestra. — En ætli
þeir séu ekki líka nokkuð margir hér heima? Og
það er ofætlun að ætlast til þess af slikum mönnum,
að þ.eir skilji, hvers vegna verið er að berjast fyrir
viðhaldi íslenzkrar tungu. Enginn getur láð þeim,
þó að þeir dragi sig í hlé. Á hinu furðaði mig öllu
heldur, hve margir at þessum lítt-mentuðu mönnum
voru fullir af þjóðrækni, þrátt íyrir alla sína van-
þekkingu á sögu íslands og bókmentum.
Einu sinni, meðan ég var staddur í Winnipeg,
var það auglýst, að íslendingur nokkur þar í borg-
inni ætlaði að halda fyrirlestur um þjóðernismálið.
Maðurinn var kunnur að því, að vera ekki hlyntur
þjóðernisbaráttu Vestur-íslendinga. Ekki fengust nema
tæpir 20 manns til að hlusta á erindi hans. Eg
hlustaði auðvitað á hann. í fyrirlestri sínum hélt
hann því fram, að Austur-íslendingar hefðu alt af
haft horn í síðu vesturfaranna. Vestur-íslendingar
hefðu lítið gott til Austur-íslendinga að segja og
fátt til þeirra að sækja. Það væri heimska, að vera
að mæna heim til íslands. Vestur-íslendingar væru
í raun og veru ekki íslendingar lengur, og ekki til
neins fyrir þá, að vera að berjast fyrir þvi, að vera
það, sem þeir hvorki væru né gætu verið. Hann
sagði margt satt í þessum fyrirlestri og ekki óáheyri-
lega; en mönnum tanst hann tala heldur kuldalega
og ekki vingjarnlega í garð okkar heimalninganna.
Þegar hann hafði lokið máli sínu, tóku tveir af til-
heyrendunum til máls og voru harla þungorðir við