Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 76

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 76
234 Á. H. B.: IÐUNN- því óhappi, að hann mundi ekki, hvor endinn á plötunni átti að réttu lagi að snúa upp, svo að Gladstone gamli og »kona« hans standa á höfði(!) á myndinni af hr. og frú Wynn. Þetta var anzi ó- heppilegt, en svona fer fyrir þessum ljósmynda- miðlum jafnvel í Crewe. Og svo er það athugandi við myndina, að myndirnar af Gladstone og konu hans eru mjög bágar; myndin af Gladstone virðist vera tekin eftir ljósmynd eða slæmu málverki, en myndina af »frú Gladstone« kannast sonur þeirra hjóna alls ekki við sem mynd af móður sinni. Miðlarnir búa líka til málverk af hinum framliðnu með ýmiskonar brellum og stundum eru sjálfir miðl- arnir búnir til af — andatrúarmönnum. Einn slíkan miðil þóttist Conan Doyle hafa fundið. Hann sendr Dailg Mail, 16. desbr. í fyrra, mynd af málverki af Kristi, sem hann sagði, að — »frú ein hefði málað, sem, þegar hún væri í sér eðlilegu ástandi, hefði enga listamannsgáfu til að bera« og hafði hún málað myndina á fáeinum klukkustundum. En myndin var hreinasta »meistaraverk«, svo dásamleg, að »frægur málari í París« (sem náttúrlega var ekki nefndur á nafn) hafði »undir eins fallið á kné« frammi fyrir myndinni. En svo kemur — illu heilli — svofeld yfirlýsing frá manni frúarinnar á gamlársdag í fyrra í Dailg Mail svohljóðandi: »Frú Spencer óskar eindregið að taka það fram eitt skifti fyrir öll, að hún hefir málað myndir sínar í algerlega eðlilegu ástandi, að hún hefir óbeit á því að verið sé að tilleggja sér »ófreskisgáfu« (psgchic powerj og að hún er ekki lialdin af neinum hlægi- legum og ógeðslegum (mawkishj tilfmningum um að hún muni geta hjálpað mannkyninu með málverk- um sínum«. Þrátt fyrir þessar og fleiri ófarir sínar er Conan Doyle dáður og vegsamaður af andalrúarmönnum.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.