Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 14
172 Gilbert Parker: iðunn — Amen! .... Góði Jesús! .... Meira! Meira, faðir ininn! — Barnið sofnaði. Faðirinn stóð stundarkorn fyrir framan rúmið, en loksins sneri hann sér hægt við og gekk að hlóðunum. Úti fyrir nálguðust tvær mannlegar verur kofann — það var karl og kona. Þó hefði maður i fyrstu svifum getað haldið, að karlmaðurinn væri kona, því að hann var í skósíðum, svörtum kufli, hárið féll um axlir honum og hann var nauðrakaður. — Vertu þolinmóð, dóttir mín — sagði maðurinn. — Komdu ekki inn, fyr en ég kalla á þig. En þú getur, ef þú vilt, staðið hér við dyrnar og hlustað á alt saman. — Um leið og hann sagði þetta, hóf hann höndina á loft eins og til að blessa hana og gekk að hurðinni. Hann barði hægt að dyrum, opnaði hurðina gætilega, hvarf inn og lokaði henni á ettir sér, þó ekki hraðar en svo, að konan gæfi í svip komið auga á mann- inn og drenginn. En úr augum hennar ljómaði móðurástin. — Hér sé friður! — sagði maðurinn mildum rómi, um leið og hann gekk innar eflir gólfinu. Faðirinn hrökk við eins og hann hefði fengið vitrun: — Eruð það þér, faðir! — sagði húsbóndinn á frönsku, sem þó var miklu bjagaðri og með meiri erlendum keim en mál prestsins eðu jafnvel sonar hans. Hann hafði lært frönsku af konu sinni; sjálfur var hann Englendingur. Presturinn hafði undir eins tekið eftir tendruðu ljósunum fyrir framan helgiskrinið litla á hornhill- unni, og eins hafði hann tekið eftir hinum breytta svip mannsins. — Barnið og — konan, Bagot? — spurði hann,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.