Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 29

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Side 29
ŒÐUNN Irrá Vestur-íslendingum. 187 þvi að tíminn rej'ndist að lokum heldur naumur. Frá nj'ári fram undir páska mátti heita, að ég væri á sífeldu ferðalagi, svo að ég hafði naumast ráðrúm til að skrifa bréf heim við og við; varð helzt að nota til þess þær stundirnar, er ég var á ferð milli bæja í járnbrautarvögnum. En ég ætla ekki að segja neitt frá ferðalögum mínum. Að eins skal ég geta þess, að ég ferðaðist á járnbrautum samtals rúmar 12 þúsund mílur enskar. Þó tóku þau ferðalög minstan tímann. Hitt tók lengri tíma, er ég ferðaðist innan um sveitirnar á sleðuin með hestum fyrir. Bílum varð óvíða við komið svona um há-veturinn. Ferðalögin voru mér nokkuð erfið, einkum fyrst, meðan ég var að venjast við. En skemtileg voru þau mér — eitt óslilið ævintýri frá upphafi til enda. Mér þótti stundum kalt að sitja tímunum saman í sleða i 30—40 stiga frosti, og ekki sem þægilegast, þegar sleðinn valt, að stingast á höfuðið í fönnina, eða þegar farartækin stóðu föst í skafli, að verða að þramma til næsta bæjar til þess að fá hjálp. En það kom nú ekki oft fyrir og var ekki nema skemti- ieg tilbreyting til þess, að ég fyndi því betur til á- nægjunnar at* að koma inn í lilýindin á eftir. þau skorti hvergi, hvar sem mig bar að b^'gðu bóli og íslendingar ráða húsum. f*ar skorti hvorki ofnhitann né hjarta-ylinn. Fundarstaðirnir, þar sem mér var ætlað að halda fyrirlestur, voru nærri 50 að tölu. En nokkrir féllu úr af óhöppum, eins og áður er sagt. Flestir fundar- staðirnir voru i Manitoba, miðfylkinu í Ivanada. Þar eru íslendingar lang-fjölmennastir vestan hafs. Og í engum bæ — nema höfuðstað íslands — eiga jafnmargir íslendingar heima og í Winnipeg, höfuð- borg Manitoba-fylkis. í næsta fjdkinu þar vestur af, Saskatchewan, eru og margar blómlegar íslendinga- bygðir, en verða strjálli, þegar vestar dregur, í Al-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.