Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1921, Blaðsíða 53
IÐUNN
Tímatal í jarðfræðinni.
211
en sé útbrunnið eða gengið til þurðar. Blý geymist
vel í bergtegundum og lítil hætta á, að það fari
forgörðum, eftir að það myndast. Miklu frekar má
óttast, að það kunni að liafa verið í sumum berg-
tegundum, undir eins og þær mynduðust. Því það
er miklu algengara en úranium og óvíst, að alt blý
i steintegundum sé upprunalega myndað úr geisla-
efnum úranium-flokksins.
Þessi atriði geta valdið verulegum skekkjum í
aldurs-ákvörðunum steintegundanna, þar eð þær eru
eingöngu bygðar á hlutföllunum milli ofannefndra
afleiðsluefna og geislafrumefnanna eins og þau eru
nú í bergtegundunum.
Það er því margs að gæta við slíkar rannsóknir,
til þess að niðurstöðunni megi treysta. Til rann-
sóknanna verður að velja þær bergtegundir, þar sem
þessara ágalla gætir minst, prófa sem ílestar stein-
tegundir jafn-aldra úr sömu jarðlögum, svo saman-
burður fáist, og reikna aldurinn bæði eftir helium
og blýmagninu.
Til slíkra rannsókna eru valin sýnishorn steina
eða bergtegunda, sem geislaefnin úranium eða tbor-
ium finnast í, og rannsakað hve mikið er í þeim af
geislaefnum þessum og hve mikið af afleiðsluefnun-
um, blýi og helium, eftir reglum þeim, sem fundnar
eru um það, hve mikið af geislafrumefnum þurfi til
að mynda ákveðið mál eða þyngd af afleiðsluefnun-
um, má auðveldlega reikna, hve mikið hafi verið í
bergtegundinni af geislaefnunum í upphafi, er berg-
tegundin myndaðist, og líka er auðfundið hve langan
tíma afleiðsluefnin hafi þurft til að myndast. Þar
sem regla er fundin um það, hve mikið hver þyngdar-
eining (t. d. gr.) af geislaefnunum framleiðir af
afleiðsluefnum á ári.
Enskur efnafræðingur, R. J. Strult, hafði til slikra
fannsókna bergtegund, er thoranit nefnist og er auðug