Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 50
208
HalJgr. Hallgrímsson:
IÐUNN
talað um tannveiki þá, og öllum virtist veita létt að
tyggja harðfiskinn.
Ekki var mikið brúkað af sápu á þeim árum.
Fötin voru flest úr heima unnum vaðmálumj eins
og áður er sagt, og voru þau ætið þvegin úr hlandi
og heitu vatni. Einnig voru rekkjuvoðir úr vaðmáli;
ekki voru rúmfötin oft þvegin, en oft voru þau viðr-
uð úti og búið var um á hverju kveldi. Margt fólk,
einkum roskið, svaf allsnakið á nóttunni, kvartaði
ekkert um kulda, þó engin væri yfirsængin, þvi allir
sváfu undir brekánum eða áklæðum í slað yíirsænga
nú. — Sumir brúkuðu lítilsháttar sápu á andlit og
höndur; en oft sá ég menn þvo sér um höndur úr
hlandi og vatni, einkum ef þeir voru mjög óhreinir.
Trégólf voru ekki víða, fyrst þegar ég man eftir, og
ekki voru þau oft þvegin. Torfgólf voru sópuð ann-
að hvort með hrísvendi eða þá með torfuskækli,
því útlendir sópar voru ekki til. —
Að endingu ætla ég að gera ofurlítinn lauslegan
samanburð á því, sem ég hefi lýst að framan og
því, sem nú tíðkast, eins og mér kemur það fyrir.
Er þá fyrst »andlega lífiðc*.
Guðræknisiðkununum á heimilunum hefir stórmikið
farið aftur, því á allflestum heimilum munu nú hús-
lestrar lagðir niður, varla að nokkur fáist til að lesa
á hátíðum; tel ég það mikla andlega afturför. Börn
og unglingar læra nú nokkuð minna af bænum og
sálmum, en áður var, að minsta kosti verður lítið
vart við, að þrir fullorðnu séu að kenna þeim. Fá
má heita, að altarisganga sé gersamlega lögð niður,
sem áður var almenn. Á þá breytingu skal ég eng-
an dóm leggja. Þá er fornsögulesturinn á þrotum,
en útlent skáldsagnarusf komið f staðinn og eru það
ill skifti. — Fræðibækur af ýmsri gerð eru til mikið
fjölbreyttari en í mínu ungdæmi, og er það mikil
og góð framför, ef þær væru notaðar að sama skapi.