Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Side 60
218
A. H. 13.:
IÐUNN
á við, hið stórhrikalega sem hið stórfagra hlið við
hlið, ef það megi til þess verða að leiða lífssann-
indin og hugsjónirnar enn betur í ljós. Þessi lista-
stefna Einars á ekkert skylt við hinar vandræðalegu
nj'rri listastefnur fexpressionismus, kubismus og futur-
ismusj, sem hann, eins og fleiri, getur ekki litið á
öðruvísi en með umburðarlyndu brosi.
Vilji menn kynnast listaskoðun Einars, eins og
hún nú er orðin, og öðru honum og list hans áhrær-
andi, kemur það einna bezt í Ijós í bréfi einu, er
birtist í »The American-Scandinavian-Reviewn (marz—
apríl 1915). Þykir rélt að þýða það hér í heild sinni:
»Pað helzta, sem er af mér að scgja, er að ég er fæddur
liér heima á íslandi 1874. Frá pví ég fór fyrst að hugsa
upp á eigin spýtur, var mér um það eitt hugað að halda
mínar eigin leiðir; cn von bráðar skildist mér pó líka, að
ég varð að bera virðingu fyrir annara manna leiðum; ég
varð að kannast við það, að ef ég virti ekki vegi annara,
mundi ég ekki heldur finna neina gleði á mínum eigin
leiðum. Kg sá þvf, að þetta tvent hlaut að vera hverjum
listamanni jafn-nauðsynlegt.
Listin heflr verið mér mikill tiptunarmeistari og hin
sárasta svipa, en þó nauðsynleg jafn-stríðu eðli og í mér
er. Eg komst fljótt til viðurkenningar á því, að það var
ógerningur að vera eitt sein maður og annað sem lista-
maður. Að hlaupast á brott frá list minni, mundi ég ekki
geta; en að vera allur annar sjálfur, á meðan ég er að
skapa, það get ég ekki hugsað mér. Fvi rej'ni ég að skapa
það, sem ég hefi mætur á — það sem er gott á einn veg
eða annan — og þá sé ég nauðsynina á því að reyna að
ná því sania sem maður. En því miður veilir bæði sjálf-
um mér og öðrum það erfitt að framfylgja hugsjónum
sínum; en áður en vér nálgumst þær í lífi voru, getum
vér ekki náð hátindum listarinnar.
Eg óska þess, að hver megi finna sína leið, það sem
lionuin er eiginlcgast eftir innræti hans. Ég fer mína leið
og uppskcr annaðhvort lof eða last, en tek hvorutveggja