Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 137
IÐUNN
Trú og sannanir.
295
En — gleypi er ekki gleymt. Og þólt undirvitund
vor gleypi flest af því, sem fram við oss kemur, er
það ekki algleymt. Það má, að minsta kosti stöku
sinnum, slæða það upp aftur með því að einbeita
huganum við það eða í kringum það, eða með þvf
að rýna í eitthvað, t. d. krystal. Þá rennur margt
upp fyrir sjónum manns og hugskotssjónum, sem
maður þykist aldrei hafa séð eða heyrt og þó heflr
borið tyrir mann, án þess að maður tæki eftir því.
Og það er þelta sem nefnist dulminni. Gættir dul-
minnisins opnast helzt í draumum vorum, leiðslu
og ýmsu annarlegu ástandi, en þó einkum í hinum
svonefndu krystalsýnum, sem eru í þvi fólgnar að
rýna í kryslall eða einhvern annan skygðan flót, t.
d. niður í vatnsílát, þangað til hinar og þessar sýnir
fer að bera fyrir mann.
Einu sinni fann ég lykil, sem ég týndi,. með því
að lála mig dreyma hann. Sá ég hann þá í svefn-
inum alt annarsstaðar en þar sem ég liugði i vök-
unni, að ég hefði týnt honum, en sá hann svo greini-
iega, að ég gekk rakleitt að honum í öðru húsi
morguninn eftir. En þetta eru smámunir. Hitt er
meira um vert, þegar heilir leskaflar renna upp fyrir
manni, sem maður man ekki eftir, að maður hafi
nokkuru sinni séð eða lesið, þar sem ef til vill er
sagt frá atburðum, er koma mjög við mann, undir-
eins og maður tekur eftir þeim, en hefir samt sem
áður farið fram hjá manni, þegar maður rendi aug-
unum yfir það. Eilt af óteljandi dæmum þessa er úr
bók Miss Goodrich-Frcer: Essays in Psychical Reseaich
(p. 113—14).
Kona þessi hefir tamið sér »krystals-gægjura og
segir hún frá einni tiliaun sinni á þessa leið:
sÞví hafði verið skotið að mér að reyna að sjá
orð í krystalnum. . . Bráðlega sá ég, eins og það
væri klipt út úr Times, tilkynningu um andlát konu