Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Síða 144
302
A. H. B.:
IÐUNN
annari. Þeir skýra fjarvísina og fjarhrifin með anda-
trú og vita þó alls ekki, hvort »andarnir« eru til.
t*eir segja bara, að þessi fyrirbrigði verði naumast
skýrð með öðru móti. Og svo snúast þeir f eilífaiv
hring, reyna að sanna andatrúna með fjarvísi og fjar-
hrifum frá öðrum heimi og fjarhrifin sjálf með anda-
trú. Dálagleg vísindamenska það!
Væri nú ekki nær að reyna að athuga fyrirbrigði
þessi gaumgæfilega, reyna að grafa fyrir rætur
þeirra í hverju einstöku falli, hvort þau g.eli ekki
stafað frá undirvitund sjálfra vor eða annara? Ég
kýs að minsta kosti þá leiðina og skal nú nefna tvö
dæmi til þess að sýna, hvernig fjarvisin lýsir sér og
hverju hún fær áorkað.
Ég skal þá fyrst nefna dæmi úr rannsóknum dr,
W. Prince á Doris Fischer iProceedings of tlie Atneri-
can Soc. for Psych. Research, Vol. IX og X). Stúlka
þessi datt öll í mola fyrir áfall, sem hún hafði orðið'
fyrir i bernsku og fram f henni komu persónugerv-
ingar, sem nefna mætti á ísl. Sjúku-Doris, Sofnu-
Doris, Vöku-Margréti og Sofnu-Margréti. Persónu-
gervingar þessir sögðu sjálfir, að þeir væru ekkt
annað en brot eða slitur úr hinni upprunalegu per-
sónu, nema Sofna-Margrét, sem fór að halda því
fram, að hún væri andi, eftir að hún hafði lesið’
bréf frá dr. Hyslop, en gat þó aldrei, að dómi Hys-
lop’s sjálfs, fært sönnur á þetta. Jæja; stúlka þessi
Ias i huga læknis sins, séra Walter Prince, stöku
sinnum, á meðan hún var veik, og þá ekki það, sem
var efst á baugi i huga hans, heldur hitt, sem hann
var húinn að gleyma eða beinlinis vildi dylja hana,
Pannig skrifaði hann ilag nokkurn nafna sinum, Dr.
Morton Prince, til þess að spyrjast fyrir um stúlkuna,.
sem hann hafði læknað (Miss Beauchamp); vildi
hann einmitt leyna Doris þessu og lét engan vita
um það. En hvað gerir Doris? Hún les eins og út