Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 150
308
Ritsjá.
IÐUNN
líkingar. Afbragð er t. d. lýsing skáldsins á því, hvaða þátt
Steingerður hafl átt i lífi Kórmáks:
Konan varð höfundur Kórmáks þátts.
Hún var kveðandi og efni hans dýrlega hátts.
Hún hófst og hneig eins og sunna
í hafi hans sorga og eydda mátts.
Og fram milli skýja og skyggjandi unna
hún skein yfir veginn — sem aldrei lá heim. (21).
Enn fremur þessi lýsing á sjálfum Kórmáki:
— enda hans þögn var sem reiddur hjör
og brosið lék hart um hvikula vör,
en hvarmsins þungi bar lciftur og skruggur.
Oft flekkaði hróðurinn fiim og gys;
hans fastasla ætlun var brigð og sly's
og tungan hugarins tálmi.
Hans trygðir og dáðir fórust á rais.
— Hættan bjó undir hans eigin hjálmi. (22).
Kn þrátt fyrir þetta og fieira ágæti er kvæðið í heild
sinni engin snild.
Yfirleitt má segja um kvæði E. B.:
— þungvirk er andans óbrotleg smið,
andann hún heimtar, frá sinni tíð,
á einstig, úr almanna vegi. (29).
En einstigið þyrfti þó ekki að vera svona ilt yfirferðar,
eins og það reynist hér, ef það liefði verið sæmilega rutt.
Ekki lætur heldur E. B. nærri eins vel að þýða eins og
áður. Pvi til sönnunar má nefna »Vig Lincolns« eftir Ibsen.
Mikill munur er á þeirri þýðingu og því bezta úr »Pétri
Gaut«. Og þýðing E. B. á Omar Kayyam er alveg ótæk víða
og sumstaðar röng. Pað get ég borið um, sem hefi ný-
verið þrífarið yfir aðra miklu betri og réttari þýðingu
eftir Eyjólf Melan [sbr. siðasta hefti »Iðunnar«| og borið
hana nákvæmlega saman við frumtextann. Lesi menn þess-
ar þýðingar hlið við hlið og beri þær saman við frum-
textann, þá munu þeir sanna hið sama. E. B. má vara sig
á að bjóða löndum sinum slikar þýðingar; hann iná þó vita,
að hér eru menn, sem þekkja nokkuð til erl. bókmenta.
Ég nenni nú ekki að hafa þenna ritdóin mikið lengri,
en vil þó enn benda á nokkur góð kvæði eins og »ÖIdullf«