Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Page 156
314
Rilsjá.
IÐUNIf
gerð um sæ-lindýr viö vesturströnd íslands; jaröfræðis-
félagiö í Stockhólmi prentar fyrir liann ritgerð um skelja-
leifar við Breiðafjörð; er það upphaiið að hinum merk-
ustu jarðfræði-rannsóknum, er eiga að ná yfir alt Island.
iÞriðja ritgerðin eftir hann biður byrjar lijá Botanisk Tid-
skrift i Kh., og fjórðu ritgerðina, framhaldið af ritgerð-
inni um skeldýraleifar, á að fara að prenta á Akureyri að
tilhlutun Vis.fél. ísl. Endist G. G. B. lif og heilsa, mun það
sannast á sinum tima, að hann var þarfur maður og mik-
ill i sínum verkahring.
Árbók háskólans. Fylgirit: Land og þjóð, eftir próf.
Guðm. Finnbogason. — Rvk. 1921.
Próf. Guðm. Finnbogason ritar langt mál og læsilggt um
áhrif landslags og veðurfars á lyndiseinkunnir þjóðanna.
Kennir þar margra grasa og kemur höf. víða við, en niður-
stöðurnar að vonum litlar og vafasamar, þar sem um svo
flókið og margþætt efni er að ræða. Auðvitað víkur höf.
sérstaklega máli sínu að íslendingum, en þar um er hiö
sama að segja, niðurstaðan litil og ótrygg. Pó heiir liann
á einum stað, bls. 93, dregið saman í töflu yfirlit yfir and-
legan áhuga manna og skólasókn úr ýmsum héruðum lands-
ins og verða Norðlingar þar efstir á blaði að höfðatölu, en
Vestfirðingar neðstir. En fleira er á að líta en höfðatöluna, t. d.
höfða-gæðin. Og landsfjórðungur, sem eins og Vestfirð-
ingafjórðungur liefir alið rithöfunda og þjóðskörunga cins og
Ara fróða, Snorra Sturluson og Sturlu Þórðarson, Ögmund
biskup og Brynjólf biskup, Arna Magnússon og Eggert
Ólafsson, Jón Sigurðsson og Porv. Thoroddsen, en skáld
eins og Jón Porláksson, Jón Thoroddsen og Sigurð Breið-
fjörð, Steingrím, Matthías og Gest Pálsson — parf sannar-
lega hvorki að blikna né blána fyrir Norðlingum né nein-
um öðrum. Eða svo finst oss Vestfirðingum.
Árbókin kostar nú 15 kr., fylgiritið sérstakt 10 kr.
Ste/'án Pétursson: Byltingin í Rússlandi. — Rvk. 1921,
samanborin við:"/ínsse/. The Practice and Theoiy of
Bolshevism. — London 1920.
Höf. þessarar bókar tekur sér fyrir hendur að rekja sögu