Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 10

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 10
172 Jakob Kristinsson: IÐUNN málinu, sem við vorum næsta þunn í. Bauð hún okkur aðstoð sína og fylgd. Við lögðum frá landi eftir miðjan dag. A leiðinni stönsuðum við í Pompeji, Castellammare, Sorrento og víðar. Er dásamlega fagurt þarna við flóann. Þegar við lögðumst við Capri var komið kvöld og kolsvarta myrk- ur. Það mátti því segja, að við keyptum köttinn í sekknum. Höfn er ill í Capri. Hafa eyjarskeggjar gert brimbrjót til þess að bæta skipalagi, og geta smáskip lagst við garð þenna. En skipið okkar var of stórt til þess. Ræð- ararnir rifust um að flytja ferðafólkið í land, og alstaðar lenti í þjarki og stympingum. Ætlaði að verða fullerfitt fyrir okkur, þessi þrjú, að láta ekki slíta okkur í sundur og demba okkur niður í bátana, einhverstaðar og ein- hverstaðar. Þegar upp á bryggjuna kom tók Iítið betra við. Burðarmenn gerðu að okkur aðsúg með hávaða og frekju. Eg var orðinn þessum skrattagangi vanur, sér- staklega frá Egyptalandi. Aðgangur burðarkarla í öðrum löndum er barnaleikur einn, hjá óhemjuskapnum þar. Við kiptum okkur því ekki upp við lætin. En eitt vakti undrun okkar. Það voru alt saman kvennvargar, sem sóktu að okkur þarna. Þær rifu upp töskurnar okkar og báru þær á höfðum sér, eitthvað út í myrkrið. Svo kom stór járnbent ferðakista, sem við áttum, upp á bryggjuna. Hún var hreint engin létta- vara. En þessar burðarkonur lyftu henni eins og fisi, hófu hana upp á höfuð sér og báru hana þannig, tvær saman. María vinkona okkar, hin enska, fór á eftir burðar- konunum til að skygnast eftir því, hvar þær kæmu dóti okkar fyrir. En við hjónin urðum eftir til að gæta þess,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.