Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Blaðsíða 69
IÐUNN
Andahvggjan og trúarbrögöin.
231
lifandi andi er starfandi nú á dögum, ef innblæstrinum
er með öllu lokið og sannleikann verður að grafa upp
úr gömlum skjölum, og öllum öðrum leiðum er lokað,
þá mun fjöldi manns hverfa frá kirkjunni, sumir til
efnishyggjunnar, sumir til andahyggjunnar (spíritismans).
»Hungruð mænir hjörðin, en hlýtur ekkert fóður*.
Hvernig verður bót á þessu ráðin? Sérhver einstak-
lingur verður að ákveða, hvaða skref unt sé að stíga til
framkvæmda í þessa átt nú þegar, hversu stutt sem það
er. Eitthvað ætti að gera og eitthvað verður gert, ef
ekki af þessari kynslóð, þá af hinni næstu. Það eru ekki
hneykslanirnar einar, sem eru óumflýjanlegar, heldur og
blessanirnar, þegar til lengdar lætur. Það er óumflýjan-
legt, að blessanirnar komi, og vel sé þeim, sem verður
þess valdandi, að þær koma. Það er eftirtektarvert tákn
tímanna, og veit á gott, að margir leita nú meiri þekk-
ingar, jafnvel á óljósum leiðum, sem menn hafa ýmugust
á. Það er ekki viturlegt, að dæma um þessi efni fyrir-
fram, að órannsökuðu máli. Málefnið er komið svo langt,
að það verður að afsanna það, ef menn eiga ekki að
taka það gilt. Oteljandi fjöldi syrgjandi manna hefir þeg-
ar hlotið hjálp; mönnum hefir veizt mikil gleði beggja
wegin tjaldsins. Því að til kvalar skilnaðarins finna ekki
þeir einir, sem eru hérna megin; þeim, sem yfir um eru
komnir, verður kvölin enn sárari, er þeir horfa upp á
vonlausa sorg eða grátlega örvænting. Menn ættu ekki
að hrópa svo til himins og ekki láta svo ákafa tilfinn-
ing óbætanlegs missis fá vald yfir sér. Elskan hefir brú-
að gjána.
Kenningar spíritistanna annars vegar og svo hitt, að
við og við hefir mönnum verið gefinn kostur á persónu-
legu sambandi — þetta hvorttveggja hefir veitt mörgum
þúsundum manna huggun. Enginn reynir að neita því,