Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 11

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 11
ÍÐUNN Frá Capri. 173 að alt kæmi til skila úr bátnum. Þegar alt var komið i leitirnar fórum við að svipast um eftir Maríu. Fundum við hana, allnauðulega stadda, inni í stórum hóp af þess- um kvennvörgum. Voru þær að þrefa við hana um gjald fyrir burðinn og töluðu ákaflega og allar í einu. Virtust þær allar reiðar og vinkona okkar ekki sízt. Var hún að smápíra í þær, sem verst létu, nokkrum smápeningum,. en við það versnuðu hinar um. allan helming. Þó okkur þætti nóg um peningaausturinn í vinkonu okkar, var þetta á hinn bóginn svo skoplegt, að við gátum ekki varist hlátri. En meira þurfti ekki til að skakka leikinn. Allur hópurinn fór líka að hlæja og leystist sundur með sköllum og gauragangi. Við fórum að halda að eyjarskeggjar væri heldur kynlegir fuglar, og ekki jafn, prúðir og okkur hafði verið sagt. Samt var eitthvað glaðlegt og skemtilegt við þá,. þessa fáu, sem við höfðum komist í kast við. Við ferðafólkið stigum upp í tvíhjólaðan vagn með stórum, hlaupalegum hesti fyrir. Okumaður hét Dominico en Garibaldi hestur hans. Voru báðir fjörugir. Ekillinn hló og smelti með keyrinu og Garibaldi þandi sig á brokki upp brekkurnar, sem liggja niður að Grande marina eða Stórhöfn. Dvalarstaður okkar, tilvonandi, var á vesturenda eyjar- innar, þar sem heitir Anacapri. Það er dálítið sveitaþorp og íbúar hátt á þriðja þúsund. Er um klukkustundar keyrsla þangað frá höfninni. Vegurinn var gull, rennisléttur og breiður, en allur \ fangið. Einlægt héldum við hærra og hærra, og áður en varði sáum við, þótt dimt væri, að við fórum framan í himin háum kletti. Sprengt hafði verið úr berginu fyrir vegi, og lá hann í einlægum sneiðingum upp á við. Langt fyrir neðan okkur sáum við grilla í sjóinn, en yfir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.