Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Blaðsíða 81

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Blaðsíða 81
IÐUNN Oscar Wilde. 243 andans, sem er æðri öllu. En af þessum áföngum er gleðin sá, er fjær liggur markinu. Hún er vegurinn um blómskrýdd láglendin. Sorgin er fjallshlíðin bratta, er klífa verður til þess að komast upp á tindinn. Til þessarar skoðunar á lífinu var Wilde kominn, er hann reit >Ur djúpunum«. Hún er sá rauði þráður, sem rekja má gegnum alla bókina. Enginn skyldi þó ætla, að þessi bók sé nokkur einslungin raunarolla. Margra ann- ara grasa kennir í þessu ríka skáldverki. Þar eru hug- leiðingar um listir, um trúmál, um Hrist, um svo margt og margt. Og alstaðar er stráð glitrandi gullkornum á veg lesandans. Þar eru líka framtíðardraumar. Hinn auðgi og frjóvi andi gat ekki gefið upp alla von. Hann átti svo mikil auðæfi til að gefa heiminum. Það var örðugt að sætta sig við þá tilhugsun, að hlutverki hans væri þegar lokið. Og þrátt fyrir það, að hann hefir valið algerða auðmýkt sem eina hlutskifti sitt nú orðið, koma þó að honum augnablik, er hann dreymir um uppreisn sjálfum sér til handa: »Geti ég skapað eitt einasta fagurt listaverk, þá get ég deyft eggjar illgirninnar og eytt háðglotti hugleys- isins og rifið út tungu fyrirlitningarinnar með rótum«. Stundardraumar munu þetta hafa verið. En mannlegt er það — eins og öll þessi bók er. Hún er eitthvert hið mannlegasta málskjal, er nokkru sinni hefir verið lagt fram fyrir almannarétt. — Aðra tíma er vonleysið efst í huga hans. Hann trúir ekki á möguleikann til sátta við mannfélagið, en hann vonar að náttúran, óspilt og hrein °2 réttlát, muni taka á móti honum og veita honum fróun og frið: »Mannfélagið, eins og við höfum gert það úr garði, ^un ekki hafa neinn stað handa mér, . . . en náttúran,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.