Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 81

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 81
IÐUNN Oscar Wilde. 243 andans, sem er æðri öllu. En af þessum áföngum er gleðin sá, er fjær liggur markinu. Hún er vegurinn um blómskrýdd láglendin. Sorgin er fjallshlíðin bratta, er klífa verður til þess að komast upp á tindinn. Til þessarar skoðunar á lífinu var Wilde kominn, er hann reit >Ur djúpunum«. Hún er sá rauði þráður, sem rekja má gegnum alla bókina. Enginn skyldi þó ætla, að þessi bók sé nokkur einslungin raunarolla. Margra ann- ara grasa kennir í þessu ríka skáldverki. Þar eru hug- leiðingar um listir, um trúmál, um Hrist, um svo margt og margt. Og alstaðar er stráð glitrandi gullkornum á veg lesandans. Þar eru líka framtíðardraumar. Hinn auðgi og frjóvi andi gat ekki gefið upp alla von. Hann átti svo mikil auðæfi til að gefa heiminum. Það var örðugt að sætta sig við þá tilhugsun, að hlutverki hans væri þegar lokið. Og þrátt fyrir það, að hann hefir valið algerða auðmýkt sem eina hlutskifti sitt nú orðið, koma þó að honum augnablik, er hann dreymir um uppreisn sjálfum sér til handa: »Geti ég skapað eitt einasta fagurt listaverk, þá get ég deyft eggjar illgirninnar og eytt háðglotti hugleys- isins og rifið út tungu fyrirlitningarinnar með rótum«. Stundardraumar munu þetta hafa verið. En mannlegt er það — eins og öll þessi bók er. Hún er eitthvert hið mannlegasta málskjal, er nokkru sinni hefir verið lagt fram fyrir almannarétt. — Aðra tíma er vonleysið efst í huga hans. Hann trúir ekki á möguleikann til sátta við mannfélagið, en hann vonar að náttúran, óspilt og hrein °2 réttlát, muni taka á móti honum og veita honum fróun og frið: »Mannfélagið, eins og við höfum gert það úr garði, ^un ekki hafa neinn stað handa mér, . . . en náttúran,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.