Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 70

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 70
232 Sir Oliver Lodge: Andahyggjan og trúarbrögðin. IÐUNN að ýmislegt megi út á þetta málefni setja og að því finna, og að ýmis konar trugirni og hjátrú sé við það loðandi. En er ekki óumflýjanlegt, að svo fari um allar víðgengar hreyfingar? Hreyfingin þarfnast leiðsögu; henni er þörf á heilbrigðum hugsunarhætti, Iotningu, hæversku og hleypidómaleysi; hún ætti ekki að leitast við að skera sjálfa sig frá hinum tilkomumiklu erfikenn- ingum og helgisiðum liðinna tíma. Vér ættum ekki held- ur að reyna að takmarka oss við þá eina. Staðreyndirn- ar, sem spíritisminn er reistur á, ætti að nota í þjón- ustu trúarbragðanna. Hvernig gera á þetta vel og viturlega, veit ég ekki. En vér erum leiddir og oss er hjálpað. Vizka mun veit- ast þeim, sem reyna, en þeim mun um hana synjað, sem hvergi vilja nærri koma. Tilvera andlegs heims hefir verið sönnuð með aðferðum vísindanna, eða hún er í þann veginn að sannast, og hún er meginundirstaða allra trúarbragða. Eg er einn þeirra manna, sem hlotið hafa fræðslu um það, að mannleg tilvera, eins og vér þekkjum hana, er aðeins hluti úr heildinni. Samfélag heilagra er raunverulegt, já syndara líka. Syndararnir voru ekki greindir frá á dögum hans, sem talaði eins og sá er vald hefir. Hann var þannig við þá, að þeir urðu sumir heilagir menn. Að leita að hinu týnda og frelsa það, var engin bráðabirgða-tilraun, heldur stöðug bless- unar-starfsemi, sem vér getum einnig orðið hluttakandi í. Sálir slokkna ekki út; framfarir eru óendanlegar. Menn trúa nú ekki eingöngu á veruleik gagnkvæmrar hjálpar, bæði hér og hinumegin, og á áhrif bænarinnar, heldur hafa menn nú beina reynslu fyrir þessu. Þekkingin er að nokkru leyti að leggja undir sig svið trúarinnar, en svið trúarinnar er óendanlegt. Og þekkingin vex áreið- anlega meir og meir, þó að hún sé mjög takmörkuð. Geisli í myrkri — lofið honum að aukast. Haraldur Níelsson þyddi.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.