Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 19
ÍÐUNN Frá Capri. 181 dreif margt á daga hennar. Frá því á 9. öld og til loka 18. aldar varð hún hvað eftir annað fyrir ránum og rupli, af völdum serkneskra sjóvíkinga, Tyrkja og ann- ara ofbeldismanna. Frægastur þeirra er víkingurinn Barbarossa, en rétta nafn hans var raunar Kheyr-eddin. Arið 1535 kom hann með miklum flota til Capri, rændi þaðan fé og fólki og lék eyjarskeggja hið hörmulegasta. Frá suðurströnd Capri. Lagði hann þá í auðn kastala einn, sem þá var sterk- asta vígið á eynni, og eru miklar rústir til af því enn og kendar við Barbarossa. Eru þær eitt af því sem ferðamönnum er bent á. Og margt er fleira af miðalda- rústum á eynni. Mítra-hellirinn svonefndi er talinn með merkilegri fornmenjunum. Hann er á afskektum stað og koma þangað engir nema forvitnir ferðamenn. Hellir þessi er orðinn til af náttúrunnar völdum. Hann er um 90 fet á lengd og 60 á breidd og hár undir Iöunn X. 12

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.