Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 24

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 24
186 ]al<ob Krislinsson: IDUNN sem virtust nákvæmlega eins og íslenzku skinnsokkarnir, gömlu. Voru það menn, sem unnu á ökrum, sem svo voru búnir. Að öðru leyti klæddust karlmenn algengum Európuklæðum. Þó sáum við einn eða tvo menn, sem báru á höfðum stórar, hárauðar prjónahúfur, líklega álnar- langar, og lögðust þær aftur á bak eða niður á axlir. Áður var það þjóðsiður á Capri, að bera svona húfur, en er nú lagt niður að kalla. Flestar konur ganga á hælhúfulausum, flatbotna tré- skóm, sem skellast upp í hælbeinið við hverf spor. Aldr- aðar konur voru oftast búnar á íslenzka sveitavísu: í síðum, dökkum pilsum, feldum, í »dagtreyju« með þrí- hyrnu á herðum og skýluklút. Aftur á móti voru ungar stúlkur í stuttum kjólum, sokkalausar í tréskóm eða al- veg berfættar. Þær flétta hár sitt og hringa fléttingana niður í hnakkagrófina. Stundum binda þær bláum eða rauðum klút yfir það og lafir þá skott úr honum niður á herðar. Sá eg samskonar höfuðbúning heima í sveit minni, og kölluðu konur það »dillu«. Flestir eru eyjarskeggjar fríðir sínum. En ekki voru karlmenn jafn mannborlegir og konur — þeir sem við sáum og heima voru á eynni. Var okkur sagt, að fjöldi ungmenna væri fjarverandi, sumir á fiskiskipum, aðrir í hernum. »Mússólini greiðir gott kaup svo nú vilja allir fara í herinn«, sagði kunningi okkar einn. Konur í Capri eru margar forkunnarfagrar. Það var hreinasta undantekning, ef við sáum konu, sem ekki var aðkvæða fríð. Hreysti og lífsþróttur ljómar af þeim — að minsta kosti meðan þær eru ungar. Sumar verða þreytu- legar og gamlar fyrir aldur fram, því að fæstar konur munu eiga í jafn ströngu að stríða og þær. Þær eru sem sé aðal áburðarskepnurnar á eynni. Að vísu eru þar múlasnar og margt ökuhesta. En

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.