Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Blaðsíða 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Blaðsíða 74
236 Á. H.: IÐUNN við brugðið. Þær voru flugeldar skáldlegra spakmæla og fjarstæðukendra snillyrða, er síðan gengu frá manni til manns og flugu landshornanna á milli eins og goð- svör. Aðalsmennirnir ensku keptust um að hylla þenna fakír orðsnildar og andagiftar, og hefðardrósirnar lögðu út net sín til þess að töfra hann og veiða. Oscar Wilde stóð á sigurhæðum lífs síns. Lífið hló við honum, og hann drakk af bikar þess í löngum teig- um. Ekkert virtist honum ófært. Hann átti hina glæsi- legustu framtíð í vændum eftir öllum mannlegum áætl- unum. En skjótt bregður sól sumri. Orlaganornirnar höfðu ákveðið framtíð hans á alt annan veg en á horfðist. Vmsar sögur gengu um líferni hans, og ekki allar sem fegurstar. Og þar kom, að hann fann sig knúðan til að höfða mál á hendur markgreifanum frá Qweens- bury fyrir rógburð. Markgreifinn var faðir Douglas greifa, sem var aldavinur Wildes, og söguburðurinn laut að því, að Wilde væri sekur um siðferðisbrot gagn- vart vini sínum. Málshöfðun þessi eggjaði hinn gamla aðalsmann til ofsóknar gegn Wilde. Varð úr þessu málastapp mikið, og fóru svo leikar, að rétturinn fann Wilde sannan saka og dæmdi hann í tveggja ára fang- elsisvist. Dómurinn skall yfir hann eins og reiðarslag. Hvort hann var sannur að sök, hefir þótt orka nokkurs tví- mælis. Um það skal ekkert fullyrt að svo stöddu. En dómurinn var fallinn. Wilde hafði leitað verndar borg- aralegra laga, og lögin snerust gegn honum sjálfum. Má segja að hann félli á sjálfs bragði. I játningariti því, er hann reit í fangelsinu — »De Profundis« — víkur hann að þessari hlið málsins. Telur hann það mestu yfirsjón sína og auðvirðilegasta verk, er hann flýði á náðir rétt- vísinnar, sem hann bar svo lítið traust til og svo oft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.