Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 74
236 Á. H.: IÐUNN við brugðið. Þær voru flugeldar skáldlegra spakmæla og fjarstæðukendra snillyrða, er síðan gengu frá manni til manns og flugu landshornanna á milli eins og goð- svör. Aðalsmennirnir ensku keptust um að hylla þenna fakír orðsnildar og andagiftar, og hefðardrósirnar lögðu út net sín til þess að töfra hann og veiða. Oscar Wilde stóð á sigurhæðum lífs síns. Lífið hló við honum, og hann drakk af bikar þess í löngum teig- um. Ekkert virtist honum ófært. Hann átti hina glæsi- legustu framtíð í vændum eftir öllum mannlegum áætl- unum. En skjótt bregður sól sumri. Orlaganornirnar höfðu ákveðið framtíð hans á alt annan veg en á horfðist. Vmsar sögur gengu um líferni hans, og ekki allar sem fegurstar. Og þar kom, að hann fann sig knúðan til að höfða mál á hendur markgreifanum frá Qweens- bury fyrir rógburð. Markgreifinn var faðir Douglas greifa, sem var aldavinur Wildes, og söguburðurinn laut að því, að Wilde væri sekur um siðferðisbrot gagn- vart vini sínum. Málshöfðun þessi eggjaði hinn gamla aðalsmann til ofsóknar gegn Wilde. Varð úr þessu málastapp mikið, og fóru svo leikar, að rétturinn fann Wilde sannan saka og dæmdi hann í tveggja ára fang- elsisvist. Dómurinn skall yfir hann eins og reiðarslag. Hvort hann var sannur að sök, hefir þótt orka nokkurs tví- mælis. Um það skal ekkert fullyrt að svo stöddu. En dómurinn var fallinn. Wilde hafði leitað verndar borg- aralegra laga, og lögin snerust gegn honum sjálfum. Má segja að hann félli á sjálfs bragði. I játningariti því, er hann reit í fangelsinu — »De Profundis« — víkur hann að þessari hlið málsins. Telur hann það mestu yfirsjón sína og auðvirðilegasta verk, er hann flýði á náðir rétt- vísinnar, sem hann bar svo lítið traust til og svo oft

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.