Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Blaðsíða 59

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Blaðsíða 59
IÐUNN Andahyggjan og trúarbrögðin. 221 skap við sannleikann af ásettu ráði, þá getur þó verið miklum misskilningi til að dreifa, enda er það svo. Og í þeirri von er grein þessi rituð, að takast megi smátt og smátt að eyða einhverju af þeim misskilningi. Með sálarrannsóknum nútímans hafa menn tekið sér fyrir hendur að rannsaka vandlega og til hlítar, eftir því sem unt er, þá hæfileika mannkynsins, sem enn eru lítt kunnir og eigi hafa vakið almenna athygli. Því að til eru dulrænir hæfileikar, sem stundum eru nefndir yfirvenjulegir hæfileikar, og hafa ekki enn hlotið sess í rétttrúnaðar-sálarfræðinni, þótt sumir þeirra séu nú farnir að ryðja sér braut til viðurkenningar í verki meðal heimspekinga og lækna. Einn af þeim er fyrirbrigði dá- leiðslunnar. Ekki er lengra síðan en þegar eg var á æskuskeiði, að menn báru algerar brigður á dáleiðsluna, og þá fáu, sem sannfærðir voru um hana, var siður að nefna »skrumara og skottulækna». En nú er dáleiðslan orðin allsæmilega viðurkend grein lækninganna. Annar mannlegur hæfileiki, sem ekki hefir enn verið rannsakaður að fullu, er dulskygnin, ásamt fjarhrifunum, það er að segja: hæfileikinn til að öðlast vitneskju annan veg en venjulegar leiðir skilningarvitanna, hvort heldur er fyrir svokallaðan »hugarlestur«, sem enginn hefir skýrt hvað er, eða með einhverjum enn óskiljan- legra hætti, sem vér kunnum engin tök á. Fyrst um sinn verðum vér að láta oss nægja að ganga úr skugga um staðreyndirnar, en eftirláta framtíðinni skýringuna. Slík hlutlaus bið er alvanalegur viðburður í heimi vís- indanna. Vér þekkjum það frá nýjustu eðlisfræðinni — og má þar nefna sem dæmi hið nýfundna »quantum«, þyngdarlögmálið og samband vort vic eterinn yfirleitt. Staðreyndir þekkja menn oft löngu áður en unt er að skýra, hvernig á þeim stendur; já, meira að segja: jafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.