Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Blaðsíða 62

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Blaðsíða 62
224 Sir Oliver Lodge: IDUNN slíks og frásögur um það. Trúarbækurnar eru fullar af frásögum um slíkt yfirvenjulegt samband við annan heim. En menn hafa aldrei kannast fyllilega við það, að þessa væri kostur, og það hefir aldrei verið notað í stórum stíl til þess að hugga sorgbitna né sem ráð til að afla sér byrjunar-fræðslu um ástand manna eftir dauðann. Hugmyndir trúaðra manna um þessi efni eru Iotningarkendar, en óákveðnar, svo óákveðnar, að af þeim hlýzt eigi sú huggun, sem réttmætt er að vænta að þekking veiti. Þótt hinir dánu slokknuðu út, gerði það engan mun í reyndinni að þessu leyti. En með sálarrannsóknunum hefir verið leitt í ljós eigi aðeins að látnir lifa, heldur og að þeir starfa; og nú er sýnt og sannað, að þeir megna að standa í sambandi við oss. Það má véfengja þetta. Allir rannsóknamenn eru ekki enn orðnir sannfærðir. Sé þetta staðreynd, þá er það stórfeld staðreynd, og það tekur tíma, að sanna hana að fullu. Ég er þess fullvís, að framhaldandi rann- sókn mun færa fullar sönnur á hana. En auðvitað er mönnum heimilt að vera annarrar skoðunar. Trú á ekki að neyða upp á neinn; og þeir, sem sannfærst hafa fyrir eigin reynslu, ættu heldur ekki að láta sér of ant um að sannfæra aðra. Sannleikurinn ryður sér braut; sá, sem trúir, er ekki óðlátur; í rósemi og trausti ætti styrk- ur vor að vera. Segja má, að um þrjár meginskoðanir á dauðanum sé að velja: Fyrst er skoðun heimspekilegra efnishyggjumanna; hana virðast margir þeir fallast á þegjandi og hljóðalaust, sem rannsaka staðreyndir lífeðlisfræðinnar, líkskurðar- fræðinnar og líffræðinnar yfirleitt. Þá er því haldið fram, að hinn jarðneski líkami sé maðurinn og að vitundarlífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.