Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 62

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Side 62
224 Sir Oliver Lodge: IDUNN slíks og frásögur um það. Trúarbækurnar eru fullar af frásögum um slíkt yfirvenjulegt samband við annan heim. En menn hafa aldrei kannast fyllilega við það, að þessa væri kostur, og það hefir aldrei verið notað í stórum stíl til þess að hugga sorgbitna né sem ráð til að afla sér byrjunar-fræðslu um ástand manna eftir dauðann. Hugmyndir trúaðra manna um þessi efni eru Iotningarkendar, en óákveðnar, svo óákveðnar, að af þeim hlýzt eigi sú huggun, sem réttmætt er að vænta að þekking veiti. Þótt hinir dánu slokknuðu út, gerði það engan mun í reyndinni að þessu leyti. En með sálarrannsóknunum hefir verið leitt í ljós eigi aðeins að látnir lifa, heldur og að þeir starfa; og nú er sýnt og sannað, að þeir megna að standa í sambandi við oss. Það má véfengja þetta. Allir rannsóknamenn eru ekki enn orðnir sannfærðir. Sé þetta staðreynd, þá er það stórfeld staðreynd, og það tekur tíma, að sanna hana að fullu. Ég er þess fullvís, að framhaldandi rann- sókn mun færa fullar sönnur á hana. En auðvitað er mönnum heimilt að vera annarrar skoðunar. Trú á ekki að neyða upp á neinn; og þeir, sem sannfærst hafa fyrir eigin reynslu, ættu heldur ekki að láta sér of ant um að sannfæra aðra. Sannleikurinn ryður sér braut; sá, sem trúir, er ekki óðlátur; í rósemi og trausti ætti styrk- ur vor að vera. Segja má, að um þrjár meginskoðanir á dauðanum sé að velja: Fyrst er skoðun heimspekilegra efnishyggjumanna; hana virðast margir þeir fallast á þegjandi og hljóðalaust, sem rannsaka staðreyndir lífeðlisfræðinnar, líkskurðar- fræðinnar og líffræðinnar yfirleitt. Þá er því haldið fram, að hinn jarðneski líkami sé maðurinn og að vitundarlífið

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.