Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 28

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 28
190 Jakob Kristinsson: Frá Capri. IÐUNN ræður fyrir ríki. Þó var okkur sagt, að hyggilegast væri það, að nefna hvorki stjórnmál né Mussolini úti á göt- um, eða í margmenni, því að allur væri varinn góður. — Því var spáð í Capri, að við mundum koma þangað aftur. Lítil eru þó líkindi til þess. En fáa eða enga er- lenda staði mundum við fremur kjósa til dvalar. Hvort- tveggja varð okkur kært: eyjan og íbúarnir. Þeir sýndu okkur alúð, sem ættmenn eða kynbræður. Og eyjan er eins og draumur og á fáa líka. Hún er einkennilega björt yfirlitum. Jötunvaxnir hamra- veggir og háar fjallsgnípur, er alt úr hvítleitum kalk- steini. Grænar ekrur, kyprustré og krónufurur bera við þessa hvítu hamra, og umhverfis er hafið töfrandi blátt. I austur frá eynni er Sorrentoskagi, með fjallaþyrpingu að baki, en yzt gnæfa Appeninafjöllin með silfurhvíta tinda. Neapel blasir við í norðri og Vesúvíus — þessi tröllslegi reykháfur, sem kúfurinn stendur upp af, án af- láts, bæði nótt og dag. í vestri eru Procida og Ischia- ey, sem stundum verða eins og stórir rósabyngir, þegar líður að sólarlagi. Reykurinn úr Vesúvíusi gerir það oft ótrúlega fagurt. Röðullinn sýnist rauður sem blóð, og landið undir sól að sjá, sem logandi bálköstur. Svona var sólarlagið síðasta kvöld okkar í Capri. Næsta morgun lögðum við frá landi, í blásandi byr, óskuðum eynni allra heilla og kvöddum hana á venju- lega vísu: „Addio mia bella Capri“. Jakob Kristinsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.