Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Blaðsíða 12
174
]akob Kristinsson:
IÐUNN
höfðum okkar gnæfði bjargið við sfjörnubjarian himinn
og slúfti fram eins og jölunvaxinn turn, sem kominn er
að hruni.
Loksins komum við til Anacapri.
Þýzkur, uppgjafa prófessor bjó í Villa Rispóli. En
megnið af húsakynnunum stóð þó autt. Okkur var vísað
til herbergja í auða endanum á húsinu. Var herbergi
vinkonu okkar undir því, er við hjónin vorum í.
Ferðin hafði verið þreytandi, og við urðum fegin að
ganga til hvílu. En okkur varð ekki svefnsamt. Það var
eitthvað í herberginu, sem bannaði svefnfrið, hvernig
sem við reyndum að blunda. Við höfðum á tilfinning-
unni, að eitthvað óhreint og viðbjóðslegt væri á sveimi
umhverfis okkur, og að rúmin, sem við lágum í væru
ötuð í einhverjum óþverra. Við kveyktum ljós og skoð-
uðum rúm og rúmföt nákvæmlega. En út á það var
ekkert að setja.
Þegar skamt lifði nætur seig loks í brjóstið á mér.
Þótti mér þá maður, heldur ófrýnn, vaða að rúminu og
grípa fyrir kverkar mér. Fann eg að hann þóttist eiga
her húsum að ráða og vildi okkur, fyrir hvern mun, á
brott. Hrökk eg upp við þetta með andfælum, all þrek-
aður. Kona mín gat aldrei fest blund, alla nóttina. Urð-
um við fegin þegar ljómaði af degi.
Svona leið nú fyrsta nóttin í hinu fyrirheitna landi.
Þótti okkur ekki byrlega blása, með Paradísarsæluna,
sem okkur hafði verið heitið.
Maria Cumleigh var snemma á fótum, og heldur úrill
er hún kom inn til okkar um morguninn. Hún hafði
heldur ekki sofnað blund.
Vinkona okkar hélt aftur til Neapel, en við hjónin
dvöldum viku í þessu húsi. Og allan tímann, sem við
vorum innan dyra leið okkur illa, en verst þó á næturn-