Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Síða 15

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Síða 15
IÐUNN Frá Capri. 177 Öldum saman var ókleift að komast þangað, nema eftir tröppum, sem höggnar voru í bergið. En fyrir nokkrum áratugum var gerður akvegur sá, sem eg hefi getið um, og er hann hið mesta mannvirki. Um miðbik eyjarinnar, milli hafna, er bærinn Capri. Hann er nokkru stærri en Anacapri og munu íbúar þar vera hátt á fjórða þúsund. Árið 1922 voru eyjarskeggjar alls um hálft áttunda þúsund. Loftslag á Capri er, að öllum jafnaði, frábærlega milt og gott. Munur á hita árstíða er tiltölulega lítill, og hreinviðri mikil og heiðríkja. Samkvæmt veðurathugunum, sem gerðar hafa verið undanfarandi ár, hefir meðalhiti á vetrum verið + 9,4° á C., en á sumrum 22°. Loft er í meðallagi rakafult, og þykir Capri afbragðs heilsuhæli. Snjór sést sjaldan og að eins í aftaka vetrum, eins og þeim er síðast leið. Þykir eyjarskeggjum tíðindum sæta ef snjó festir eina dagstund. Grænmeti vex og tré standa með ávöxtum allan veturinn. Heldur er jörð hrjóstrug í Capri og eru víða ber og nakin björg. Þó eru nú tveir þriðju hlutar hennar rækt- að land, enda eru flestir blettir notaðir, svo sem unt er. Er mikið hvað menn hafa grætt út jörðina, því það er ærið torvelt verk í Capri og seinunnið. Æði mikið er ræktað af eplum, appelsínum og sítrón- um og nokkuð af grænmeti. En langmest kveður að vín- yrkju eyjarskeggja. Hefir lengi mikið orð farið af gæð- um Caprivína. Vatnskortur er versti gallinn þarna. Að vísu kemur ekki oft fyrir, að drykkjarvatn þrjóti með öllu. En hitt verður ekki svo sjaldan: að hætta verður húsasteypum og að ræktun bíður baga vegna vatnskorts. Er yrking öll ótrygg sökum þessa. Neyzluvatn eyjarskeggja er ná- lega alstaðar rigningarvatn. Gera þeir vatnsþrær undir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.