Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Page 14
176 ]akob Kristinsson: IÐUNN ekki. Ofna sáum við ekki í húsum á Suður-Ítalíu og miðstöðvarhitun er sjaldgæf. Auðmenn, meira að segja, sem alt gátu veitt sér, sátu króklopnir, af því að hitunar- tæki vantaði í hús þeirra. En víða eru í herbergjum opnar arinstór, hlaðnar inn í veggi, og má þar brenna skíðum. Þær eru mest til gamans og prýði, en ósköp gagnslitlar til upphitunar. Þeir búast við eintómri blíðu, þarna suðurfrá. Ein af þessum arinstóm var í herberginu okkar. Al- drei varð hún að miklu liði og oft verri en engin, því að hún dembdi stundum öllum reyknum inn í herbergið til okkar. En þrátt fyrir þessa annmarka þótti okkur unaðslegt að búa í Capri. Og við dvöldum þar nærri helmingi lengur en við höfðum ætlað. II. Capri liggur 31 km suður frá Neapel. Hún er rúm- lega 6 km á lengd, tæpir 3 km, þar sem hún er breið- ust og liðlega l]/3, þar sem hún er mjóst. Er hægt að róa umhverfis hana á þremur klukkustundum. Capri rís hátt úr sjó og er ákaflega sæbrött. Minti hún okkur á Vestmannaeyjar. Fjöll eru til beggja enda eyjarinnar, en um miðbikið er hún lægst og mjóst. Eru þar hafnir á báða bóga. Heitir sú syðri Litlahöfn, en Stórhöfn hin, sem norðan til er á eynni. Um aðrar hafnir er ekki að tala, þótt bátar geti lagst að landi í logni, á örfáum stöðum. Langvíðast liggur þverhnípt bjargið í sjó fram. Er það hæst þar sem Monte Solaro heitir, þar er kletturinn 585 metrar á hæð. Solaro fjall er suðvestan á eynni. Undir því er bærinn Anacapri, á lítilli hásléttu. Er hún umlukt standbergi öllum megin.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.