Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Síða 24

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1926, Síða 24
186 ]al<ob Krislinsson: IDUNN sem virtust nákvæmlega eins og íslenzku skinnsokkarnir, gömlu. Voru það menn, sem unnu á ökrum, sem svo voru búnir. Að öðru leyti klæddust karlmenn algengum Európuklæðum. Þó sáum við einn eða tvo menn, sem báru á höfðum stórar, hárauðar prjónahúfur, líklega álnar- langar, og lögðust þær aftur á bak eða niður á axlir. Áður var það þjóðsiður á Capri, að bera svona húfur, en er nú lagt niður að kalla. Flestar konur ganga á hælhúfulausum, flatbotna tré- skóm, sem skellast upp í hælbeinið við hverf spor. Aldr- aðar konur voru oftast búnar á íslenzka sveitavísu: í síðum, dökkum pilsum, feldum, í »dagtreyju« með þrí- hyrnu á herðum og skýluklút. Aftur á móti voru ungar stúlkur í stuttum kjólum, sokkalausar í tréskóm eða al- veg berfættar. Þær flétta hár sitt og hringa fléttingana niður í hnakkagrófina. Stundum binda þær bláum eða rauðum klút yfir það og lafir þá skott úr honum niður á herðar. Sá eg samskonar höfuðbúning heima í sveit minni, og kölluðu konur það »dillu«. Flestir eru eyjarskeggjar fríðir sínum. En ekki voru karlmenn jafn mannborlegir og konur — þeir sem við sáum og heima voru á eynni. Var okkur sagt, að fjöldi ungmenna væri fjarverandi, sumir á fiskiskipum, aðrir í hernum. »Mússólini greiðir gott kaup svo nú vilja allir fara í herinn«, sagði kunningi okkar einn. Konur í Capri eru margar forkunnarfagrar. Það var hreinasta undantekning, ef við sáum konu, sem ekki var aðkvæða fríð. Hreysti og lífsþróttur ljómar af þeim — að minsta kosti meðan þær eru ungar. Sumar verða þreytu- legar og gamlar fyrir aldur fram, því að fæstar konur munu eiga í jafn ströngu að stríða og þær. Þær eru sem sé aðal áburðarskepnurnar á eynni. Að vísu eru þar múlasnar og margt ökuhesta. En
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.