Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 11
IÐUNN
Á Alþingi 1631.
5
sem komu að vestan, sögðu, að ein kvíga hefði borið
kálfi í Króksfirði, sem hálfur var í selsmynd. Og svona
rak hver fyrirboðinn annan.
Háskasamleg var öldin, og alþýðu manna var ljóst,
hvaðan mestan háskann bar, ef leiðtogar hennar væri
ekki vakandi. Frá Bessastöðum — lénsgarðinum mikla
á Alftanesi, sem öldum saman hafði verið aðsetur höf-
uðsmanna konungs og fógeta þeirra. Þaðan gat landinu
komið sá voði, sem mest var að ugga — þaðan ef til
vill líka sú blessun, sem helzt var að vænta. Páfavaldið
var úr sögunni. Bessastaðavaldið var komið í staðinn.
Þess vegna reið enn meira á að vanda val æðstu
valdsmanna sunnan lands en norðan. Þeir voru undir
handarjaðri Bessastaðavaldsins og urðu oft að gera ráð-
stafanir milli þinga, sem ekki urðu aftur teknar.
í slíkum vandamálum áttu landsmenn sér frá fornu
fari eina leiðarstjörnu, sem þeir mistu aldrei sjónar á:
ættina. Frá Iandnámstíð og alt til þessa dags var ættin
að jafnaði hin sterkasta taug, sém tengdi mann við
mann. Frá Iandnámstíð höfðu sum höfuðból haldist enn
í sömu ætt. Frá landnámstíð röktu menn enn, jafnvel
utan bókar, ættir flestra lifandi manna, sem nokkuð
kvað að. Söguöldin var sannarlega ekki liðin, flest ein-
kenni hennar héldust enn — nema vopnaburðurinn.
Atti ekki saga ]óns Arasonar biskups og þeirra feðga,
sem þrír létu líf sitt fyrir öxinni í Skálholti fyrir einum
80 árum — átti hún sér ekki öndvegissess meðal Is-
lendingasagna? Ættartilfinning, höfðingjavald, ást til Al-
þingis, árvekni gegn erlendri kúgun, menn með óslökkv-
andi frægðarlöngun, tignar konur með heitum ástríðum
— alt var þetta til á þessari öld, síðustu öld sögutíma-
bilsins.