Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Síða 25
ÍÐUNN
Á Alþingi 1631.
19
að finna á því úrlausn — sem sé þetta: hvernig hann
ætti að komast af hér í lífinu.
Hann fór að verða meira en lítið hugsjúkur um fram-
tíð sína. Þetta var nú þriðja sumarið, sem hann hafði
leitað sér fremdar á Alþingi án nokkurs árangurs. Fáir,
ef nokkrir, landar hans gátu sýnt slíka vitnisburði, sem
hann hafði frá háskólanum — vitnisburði Rhumanns og
Bartholins. Tvö ár í röð hafði hann leitað til Odds bisk-
ups hér á Alþingi, án þess að fá svo mikið sem að
sýna honum vitnisburði sína. Og nú var hann dauður —
Guð blessi önd hans. En hvað gagnaði það honum,
Brynjólfi? Hvernig reið hann heim frá þessu þingi?
Aður hafði hann farið hingað erindisleysu, nú fór hann
héðan með hneisu. Afturreka biskup. Þar með búið.
Vildi Drottinn refsa honum, af því að hann vantaði
auðmýkt á við marga aðra til að byrja smátt? Hann
hafði strax viljað vera skólameistari, og nú síðast biskup.
Af hverju hafði síra Þórður jónsson, sem nú var ný-
vígður kapellán hjá föður sínum í Hítardal — af hverju
hafði þessi vinur hans ekki sókst eftir biskupstign eins
og hann? Hann var þó eini Islendingur, sem hafði
embættispróf í guðfræðum. Kapellán í Hítardal — það
var að vísu sama sem að fá að nokkrum árum liðnum
eitthvert bezta prestakall á landinu. En alt um það —
hann varð að kannast við það með sjálfum sér, að hann
var metnaðargjarnari en flestir landar hans.
En hvert leiddi þessi metnaður? Þegar biskupsem-
bætti losnaði næst á íslandi, mundi hann vera orðinn
Samall maður. Hann tók sjálfur eftir, að hugur hans
snerist látlaust um skólameistara-embættin. Þau losnuðu
alt af öðru hvoru, af því að þau voru að jafnaði að eins
þrep upp til beztu prestembætta. En þar gat hann líka
orðið að bíða árum saman. Á Hólum var nýr skóla-