Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Síða 26
20
Á Alþingi 1631.
IÐUNN
meistari, frændi Þorláks biskups. í Skálholti mundi em-
bættið losna, Vigfús Gíslason vildi ekki vera einn af
sveinum Gísla Oddssonar, eftir afskifti sín af biskups-
kjörinu. En Brynjólfur sjálfur þá? Nei, meira þurfti að
reyna á mannlund hans, áður hann léti hana fala. Heldur
faka jörð og gerast bóndi.
Hann sat með alopnum augum, meðan ný fullmótuð
orð liðu fyrir skilningarvit hans, skýr, einstök og hæg-
fara, eins og þau væri dregin á band:
Láta — sem — ekkert — og — þurka — út —
fjórtán — ára — nám.
Hann spratt á fætur, eins og ör hefði hæft hann.
Hann gat ekki komið nú í þriðja sinn heim til foreldra
sinna, og hafa ekki gert neinar ráðstafanir um framtíð
sína. Sem betur fór var Jón Sveinsson, hálfbróðir hans,
orðinn kapellán í Holti hjá föður þeirra.
Brynjólfur gekk lengi niðurlútur, með hendur á baki
— þar til snögglega var slegið efst á kollinn á hattin-
um hans, svo að hann kiknaði ósjálfrátt í hnjánum. Þá
rann það upp fyrir honum, að hann hafði gengið lengi,
með hóp af gargandi kríum yfir höfði sér. Hann var
kominn alla leið að hólma, sem lá í útnorður frá Vatn-
inu. Hér áttu kríurnar þá varp. Lágu þær enn á eggj-
um? Komnar til landsins á krossmessu, og Iágu enn á
eggjum eftir tveggja-postula-messu. Þetta mundi hann
ekki, hann sem var alinn upp með kríum. En hvað
maður vissi lítið um fuglana.
Hann vildi sigla.
Sigta undir eins, með fyrsta skipi, úr hvaða höfn á
landinu sem það færi. Hann sneri undir eins við, í átt-
ina til lögréttu, á Alþingi gat hann haft spurnir af öll-
um skipaferðum. Sigla, sigla undir eins. Það var hans
bjargfastur ásetningur, sem ekki var stjórnað af neinni