Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Qupperneq 101
IÐUNN
Sjálfstæðismálið.
95
eða að Danir hefðu brugðist skyldum sínum, heldur af
innri hvöt til þess að vera sér. En það er tilgangslaust
að spyrja að þessu nú, því að vér erum samnings-
bundnir til þess að vera í sambandinu í 14 ár enn.
Að vísu hefur eitt blað hins nýdubbaða sjálfstæðis-
flokks stungið upp á því, að vér leituðum þess við Dani,
að þeir, svo sem í afmælisgjafaskyr.i, leystu oss við samn-
inginn 1930. Það segir blaðið satt, að ef Danir byðu
það, myndi það óefað verða þegið. En það er þar merg-
urinn málsins, að Danir yrðu að bjóða þetta, en ekki
vér að leita þess. Ef vér færum fram á að verða leyslir
undan samningi fyrir tímann og sérstaklega ef vér yrð-
um hryggbrotnir, gæti það varpað rýrð á samningshæfi
lands vors í augum útlanda, og væri hæpin byrjun á
sjálfstæðum utanríkismálarekstri vorum. Hvort Danir
gætu gert þetta eða ekki, fer eftir því, hvort það gæti
haft eftirköst fyrir þá stjórnmálamenn þeirra, er ábyrgð
á því bæru. Væri svo, er ekki vonlegt að þeir færu að
taka á sig skelli fyrir að veita oss það, er vér getum
fengið eftir örfá ár án þeirra tilstuðlunar. En þetta vita
þeir einir, og yrði stjórnin íslenzka að þreifa fyrir sér
um þetta í kyrþey. Að fara að hafa opinbert umtal um
það gæti orðið til þess, að vekja upp þá andúð í Dan-
mörku, sem einmitt þyrfti að sitja á til þess að þetta
tækist.
Sama blað kallar við sama tækifæri sambandslaga-
samninginn óeðlilegan og óformlegan. Sé hann það nú,
þá hefir hann verið það 1918, og hvað voru þeir, sem
þetta halda, þá að samþykkja hann? Það er nokkuð
óljóst, hvað við er átt með því að kalla samninginn
óformlegan. Við samþykt hans getur það ekki átt, þvt
enginn samningur hefur verið samþyktur á skeleggri
hátt. Að efni hans getur það heldur ekki lotið, því