Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 108
102
Sjálfstæðismálið.
IÐUNN
unum kemur, öllu er svo um vélt, að það er orðin fá-
dæmalegasta fásinna að gera það? Hvernig ætla þeir
þá að stöðva þann straum, sem þeir sjálfir hafa veitt
framrás, og ætli þeir sannfærist þá ekki um, að það
gerir enginn óhegnt að hafa sjálfstæðismálið í pólítísku
innanlandsbraski?
Það er að vísu satt, að ráðandi menn fyrri kynslóða
með Dönum hafa ekki sýnt oss þá velvild og réttsýni,
sem þeim bar og oss bar. Það hefur heldur ekki staðið
á því, að þeim hafi verið sagt skýrt og skorinort til
syndanna fyrir það. Með sambandslögunum átti það að
vera gleymt, enda situr það á engum manni að erfa
mótgerðir og því síður á þjóð, sem vill láta halda að
hún kunni að hugsa pólitískt. Síðan sambandslögin gengu
í gildi höfum vér í engu undan Dönum að kvarta; þeir
hafa haldið lögin refjalaust. Þeir hér heima, sem hafa
tekið forgöngu hinnar nýju sjálfstæðishreyfingar, hafa
snúið sér að Dönum með ónotum og illindum, sem þeir
eiga ekki skilið. Það er skiljanlegt að þeir geri það, en
það er rangt, og bætir það ekki um, að forkólfarnir hafa
reynt að klóra yfir, ef þeir töluðu við danska blaðamenn.
Til þess að þessi hreyfing komi þeim að tilætluðum
notum, þurfa þeir að láta almer.ning halda að enn þurfi
að sækja eitthvað í greipar Dana, og bezti vegurinn til
þess að halda uppi þeim misskilningi, er auðvitað að
vaða upp á Dani með þeim illindum, sem því miður
var óhjákvæmilegt að sýna þeim fyrir 30—40 árum
vegna óbilgirni þeirra þá. En þá þurfti að sækja sjálf-
stæðið í hendur Dana. 1918 afhentu Danir oss með
uppsagnarákvæðum sambandslaganna einkarétt til þess
að skera úr því, hvort vér skyldum vera í sambandi við
þá að samningstímanum útrunnum eða ekki. Það þarf
því nú ekkert að ilskast við þá. Skilnaðarmálið er úr