Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Qupperneq 94
88
Sjálfstæðismálið.
IÐUNN
atriða ráðherraábyrgðarlaganna; voru ekki nema til
málamynda. Gegn frumvarpinu börðust sjálfstæðismenn,
og nafnið á þeim þá var engin camouflage; það bjó undir,
sem þar átti að vera. Þeir vildu heldur berjast áfram
en girða fyrir það, að hugsjónir þeirra kæmust fram, með
því að taka við einhverjum smáhlunnindum, en afsala
sér miklum möguleikum. Þeir, sem frumvarpinu fylgdu
höfðu annaðhvort enga trú á, að frekari barátta væri
til nokkurs, eða voru harðánægðir með það að vera í
málefnasambandi við Dani, svo að þeir væru einráðir
um afar margt. Þessum mönnum gat því enginn stuggur
staðið af því, þótt erfitt eða ómögulegt væri að breyta
sambandinu eða slíta því.
Tíminn er nú búinn að sýna, hverjir höfðu rétt fyrir
sér. Það sannaðist 1918. Þeir, sem á móti frumvarpinu
höfðu verið, höfðu rétt að farið. Þeir höfðu trúna á
málstað sínum og fylgdu honum fram, og kosningarnar
1908 sýndu þeim, sem fylgt höfðu frumvarpinu, hver
feikna kraftur lægi í trúnni á orðið sjálfstæði. Eftir það
létu frumvarpsfylgjendur lítið á sér bera um þetta, en
fylgdust í hægðum sínum með hinum, og reyndu að
láta sýnast sem þeir væru þeim samstígir; þeir vildu
láta lítið vinsæla framkomu sína 1907—1909 gleymast.
Og þetta tókst alt saman, því síðan hafa allir Islendingar
að minsta kosti sýnst vera samtaka um sjálfstæðismálið.
En hvað var hér að þakka framsýni flokkanna? ]átað
skal, að það þurfti aðra aðstöðu en þá, sem íslenzkir
stjórnmálamenn gátu haft, til þess að sjá alt, sem næstu
11 árin, fram til 1918, báru í skauti sér. Það alt hefur
víst engum íslending dottið í hug. Sjálfstæðismenn hefur
ekki grunað, að heimsófriður myndi koma og ganga
svo frá öllum aðstæðum, að óskir þeirra yrðu uppfyltar,
En þeir sýndu framsýni í því, að girða ekki fyrir það