Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Síða 70
64
Ungir rifhöfundar.
ÍDUNN
drepið, að hið táknræna, er kemur fram í sambandi við
brúðarkyrtilinn og mikil áhrif hefir á lýsinguna á dóttur
Björns, finst mér of þokukent, og ekki er laust við, að
þar láti á sér bera tilfinningavæmni, sem höfundinum
annars ekki er eiginleg.
>Ármann og Vildís«, þriðja bók Kristmanns, ber mjög
af hinum að sumu leyti. Málið er þar í rauninni jafn
gott og glæsilegt frá byrjun til enda, og stíllinn fellur
hvarvetna vel að efninu. Og í glæsilegustu lýsingunum
er stíllinn þrunginn þeim mætti, og hefir þá litauðgi og
þau blæbrigði til að bera, að jafnvel bezt skrifuðu kafl-
arnir í »Brúðarkyrtlinum« tapa á samanburði.
í »Ármann og Vildís* er lýst lífinu á berklahæli. Er
auðsjáanlega átt við Vífilsstaði, enda hefir Kristmann
dvalið þar — eins og áður er á drepið. Meðal hinna
berklaveiku myndast ástríðuþrungið andrúmsloft. Allir
sjúklingarnir vita, að brugðið getur til beggja vona um
líf þeirra. Margir þeirra eru sæmilega hressir — og þótt
þeir séu á ýmsum aldri og af ýmsum stéttum, er flest-
um þeirra eitt sameiginlegt: þráin til að lifa sem nautna-
ríkast, njóta þess á stuttum tíma, sem ella skyldi notið
langa æfi. Eitthvað heitt, vilt, en uggvænt er yfir bók-
inni allri, eitthvað, er minnir á sterka haustliti og megnan
ilm deyjandi lífs. Og umgerðin um þær myndir, sem
þarna eru dregnar upp, er stórfengleg og fjölbreytt nátt-
úra, kynjaleg og mikilfeng hraun, með grænum og að-
laðandi lautum og bollum milli nöturlegra hryggja og
hóla úr eldtærðu og ömurlegu grjóti — náttúra, sem
samsvarar því lífi, er það fólk lifir, sem hefir angistar-
hroll feigðarinnar á aðra hönd, en logandi lífsþrá á hina.
... í fjarska sér brotsjóa á rifjum og blátt ódeili, er
hverfur sýnum í mistur og móðu. Hvað fela móðan og
mistrið — eða fela þau nokkuð?