Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Síða 69
IÐUNN
Ungir rithöfundar.
63
drýgja skyldi, en alla aðstöðu skorti til að orðið gætu
að veruleika. Og þegar ytri aðstaðan er komin, breyttur
er orðinn aldarháttur og skilyrðin eru sköpuð, þá áttar
þjcðin sig ekki strax. Draumheimurinn er orðinn henni
veruleiki. Skýring sú á deyfð bændastéttarinnar, er kemur
fram í lýsingunni á Birni, hefir auðvitað komið fram
áður, en að mér virðist aldrei jafn ljóst, aldrei jafn
sanngjarnlega, en þó yfirdrepslaust framsett. Auðvitað
Setur menn greint á um sannindi hennar, og enn fremur
er það satt og rétt, að fleira en það, sem lesa má út úr
lyndi Björns á Laxá, mun hafa ráðið um deyfðina í
landbúnaði vorum, en ég hygg, að það hafi ráðið þar
meiru en flestir hafa athugað. Nú er svo komið, að ís-
lendingum, bændastéttinni sem öðrum, virðast allir vegir
færir til framkvæmda. I sveitunum eru jarðir bættar
stórlega á ári hverju, ágæt hús reist, vélar keyptar, bæ-
irnir raflýstir og rafhitaðir. Hafa möguleikarnir þá ekki
verið til fyr en nú? ]ú, í rauninni hafa þeir verið þeir
sömu og nú um langa hríð — eða minsta kosti skil-
yrðin til að skapa þá. Munurinn er aðallega þessi: í
stað drauma er kominn veruleiki. Vmsir hinna yngri
stjórnmálamanna eru vakandi og raunsæir nútíðarmenn,
að meira og minna leyti börn heimsmenningarinnar —
og þjóðin sjálf er vöknuð. Laxár-Birnirnir eru svo að
segja að eins til meðal eldri kynslóðarinnar, og lífsstefna
þeirra er dauðadæmd af öllum öðrum en þeim sjálfum
og nokkrum sorglega stöddum aumingjum, er hafa orðið
fyrir steinkasti á leið sinni upp brattann og hafa svo
haltrað ofan í skuggadali hetjutilbeiðslu, kaupmanna-
þrælkunar og klakaþæfðra þelsokka. ...
Auk Björns eru í bókinni ýmsar eftirtektarverðar per-
sónur, og þó að megi ýmislegt finna að sumu í lýsingu
þeirra, þá læt ég það hjá líða. Að eins skal á það