Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Blaðsíða 83
IUNNÐ
Ársrit Nemandasambands Laugaskóla.
77
borð geta lært, íslenzka stafsetning til þeirrar hlítar með
endursagnarstílum og léttum ritgerðurn, að í lærdóms-
deild Menntaskólans megi breyta til. Hér er þó vitanlega
ekki átt við hina nýju stafsetning, sem íslendingum var
boðuð með auglýsingu Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins
í Lögbirtingablaði, 28. febrúar 1929, með því að enn er
engin reynsla fengin fyrir því, hvernig muni takast að
kenna mönnum hana.
í lærdómsdeild Menntaskólans, að minsta kosti í 2. og
3. bekk hennar, sýnist mega taka upp þá aðferð, að fá
nemöndum viðráðanleg rannsóknarefni, hverjum sitt, til
að skrifa ritgerðir um. Slík tilhögun gæti, ef rétt væri á
haldið og allt gengi skaplega, orðið undirstaða merki-
legra hluta. Nemendur lærði að hugsa sjálfstætt, fengi
hugmynd um sjálfstæðar rannsóknir, kynntist merkilegum
viðfangsefnum og um leið sjálfum sér. Það gæti hæg-
lega stuðlað að því, að leiðbeina mönnum um val á
námi að loknu stúdentsprófi. Ekki er að vita nema þetta
fyrirkomulag opnaði augu ýmsra námsmanna fyrir því,
að íslenzk fræði eru íslendingum ekki eins mikið auka-
atriði og amlóðanámsgrein í skólum og oft er látið í
veðri vaka. Slík vakning er nauðsynlegur undanfari þess,
að kennsla í íslenzkri máls- og bókmenntasögu verði aukin
svo í ýmsum skólum hér í landi, að við verði unað,
enda mun fátt betur fallið til að vernda sjálfstæði hins
unga íslenzka ríkis, ef rétt er á haldið.
Eg veit af eigin reynslu, að hægt er að kenna nem-
öndum í neðsta bekk Menntaskólans venjulega íslenzka
réttritun með tímastílum til mikilla muna á einum vetri.
Mér er það fyllilega ljóst, að sömu nemendur eiga kröfu
á því, að skrifa ritgerðir, byggðar á sjálfstæðum athug-
unum, er ofar dregur í skólann, svo að ekki sé á það
minnzt, hvílíkur léttir og nauðsyn þetta yrði þeim stúdent-