Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 111

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 111
IÐUNN Sjálfstæðismáliö. 105 átt, hefur að vísu mótmælt því, að hann hafi haft þessi ummæli, og telur þau vera rangfærð og ósönn. Sé svo, þá er svo líklega logið og rangsnúið hjá hinum útlenda blaðamanni, að maður getur ekki varist þeirri hugsun, að stjórnmálamanninum sé liðið úr minni, hvað hann hefur við manninn sagt. Svipað fer er aðalhvatamaður hreyfingarinnar lendir í kröggum með banka, sem hann stýrir, því að þá kann hann ekki önnur úrræði, en að danska ríkið leggi fé, sem það á hjá hinum bilaða banka, fram til viðreisnar honum sem hluti. Svona þótti honum skilnaður bezt undirbúinn, og er þó óþarfi að efa heil- indi hans í því efni. Þetta minnir alt svo átakanlega á 1907 og þau árin, að manni verður að halda að hug- urinn frá þeim tíma sé ekki dauður enn. Það efast enginn um það, að Sigurður Eggerz hafi gert það í bezta tilgangi, þegar hann 1928 spurði flokk- ana á þingi, hvort þeir væru samþykkir því að skilja við Dani 1943, enda sá hann ekki fyrir féþörf íslandsbanka 1930. Einstöku manni datt þó um leið í hug Sam Weller, aðalpersónan í frægustu skáldsögu Dickens, »Eftirlátin skjöl Pickwickklúbbsins«, og fyrstu orðin, sem honum hrjóta af munni í sögunni. Hann er vinnumaður í »Hvíta hirtinum*, gistihúsi í Whitechapel í London, og stendur, er hann kemur fyrst við sögu, í húsagarðinum þar, og er að bursta skófatnað gestanna. Þá kemur þjónustu- stúlka fram á svalirnar og kallar til hans: »Sam, nr. 27 vill fá stígvélin sín«. Þá svarar Sam: »Spurðu hann, Jane, hvort hann vilji fá stígvélin sín strax, eða bíða þangað til hann fær þau«. Eitthvað svipað þessu hefði mátt anza Sigurði, þegar hann var að reyna að láta þingflokkana svara sér í sumartunglið um það, hvað þeir myndu gera eftir 14 ár. Það var þeim mun merki- legra að þeir skyldu svara skilmálalaust já, sem sumir þeirra geta og gátu ekkert vitað um það, hvort þeir væru til, þegar að því ræki, og hefur þeim orðið að því, því að síðan eru bæði flokkurinn, sem Eggerz var einn í þá, og íhaldsflokkurinn, liðnir undir lok. Guðbrandur Jónsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.