Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 86
80
Ársrit Nemandasambands Laugaskóla.
IÐUNN
Annar nemandi hefir haft sögu að aðalnámsgrein,
skilað ritgerð um uppruna mannsins og frummenningu.
Um þessa ritgerð hafa prófdómendur sagt: Góð ritgerð,
efnismikil og skipulega samin.
Þriðji nemandi hefir valið sér íslenzkt mál,og bók-
menntir sem aðalnámsgrein, skilað ritgerð um Olaf kon-
ung Tryggvason og heimildir um hann. Þessi ritgerð fær
eftirfaranda dóm: Vönduð að öllum frágangi og góð.
Fjórði nemandi hefir sögu Islands að aðalnámsgrein
og skilar ritgerð um sögu Alþingis. Hún er talin við-
unandi.
Eg verð að kannast við, að mér er það alger ráðgáta,
hvernig nemandi í Laugaskóla hefir getað látið sér detta
í hug að skrifa sögu íslenzkrar tungu um þúsund ára
skeið með þeim bókakosti, sem ætla má, að honum sé
kunnur um það efni, hvað sem öllu öðru líður. Einnig
er mér það nokkurt undrunarefni, að prófdómendur skuli
hafa fellt fyrr nefnda úrskurði um greindar ritsmíðir. Að
öllu órannsökuðu finst mér vafamál, hvort nemöndum
muni slíkir dómar alls kostar hollir.
Eitt er það meðal annars í Arsriti Nemandasambands
Laugaskóla, sem, telja verður einkar vel til fundið, en
það er frásögn Ársritsins um gamla nemendur skólans,
Laugamanna annáll. Til þessa annáls ætti að vanda
sem allra bezt. Hann getur með tímanum orðið merki-
leg heimild, og hann er í alla staði geðfelldur.
Hins vegar sakna ég þess, að ekki skuli vera birtar
myndir þeirra höfunda, sem skrifa helztu ritgerðirnar í
Ársritið. Þær myndir ætti að vera við upphaf hverrar
grejnar eins og gerist í tímaritum.
Ársrit Nemandasambands Laugaskóla á skilið að vera
mikið keypt og lesið. Þess má vænta, að það geymi, er
stundir líða fram, margar læsilegar ritgerðir. En það
geymir um leið merkilega sögu — söguna um hina örð-
ugu baráttu, er leiddi til þess, að Laugaskóli varð til.
Sigurður Skúlason.