Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 30
24
Á Alþingi '631.
IÐUNN
Það var einn hinna miklu harðindavetra, skömmu eftir
aldamót. Biskupsfrú hafði boðið brytanum, í fjarveru
biskups, að láta brjóta steinbogann af Brúará — sjálf-
gerða brú, sem áin dró nafn af — til þess að stöðva
hinn mikla straum af umrenningum og uppflosnuðu fólki
vestan að, sem lagðist þungt á búið. Herra Oddi sæla
líkaði stórilla þetta tiltæki, biskupsstóllinn hafði alt af
verið síðasta athvarf aumingjanna, en þetta gat biskups-
frúin gert, án þess að orðrómur hennar um gjafmildi og
góðmensku biði minsta hnekk.
— Þú manst vel eftir þessu, spurði Brynjólfur —
mæltist þetta ekki illa fyrir fyrst í stað?
— Ætli ég muni ekki hann Lurk. É’ld að kalblett-
irnir framan í mér telji eftir. }ú, það var einmitt það
ár. Þá misti Skálholtstaður farmaskipið mikla, með 24
mönnum og stúlku betur — föstudaginn fyrstan í þorra.
En förumenn lögðust eins og mývargur á staðinn. Hús-
trú Helga sá það fyrir, að staðurinn mundi eyðast, ef
ekkert væri að gert. En illa líkaði herra Oddi mínum
sæla, þegar hann kom heim. Hann sagði þeim öllum
hirting Drottins vísa. Og hirting Drottins kom. Brytinn
druknaði í sjálfri Brúará þann vetur. Og undarlega brá
við um tvö yngstu börnin biskupshjónanna, sem fædd-
ust eftir þetta. Þeir, sem vit hafa á, segja, að Eiríkur
minn Oddsson sé hálfgerður auli. Og allir sjáum við,
hvernig jómfrú Margrét lítur út, allra kvenna fríðust á
annan vangann, með blómlega og fagurrjóða kinn, en
hina kinnina hvíta og visna. Og þó hef ég alt af heyrt
fleiri dást að hústrú Helgu en hallmæla henni fyrir þetta
verk. Og það heyrði ég prófastinn okkar segja við lög-
manninn sæla, að hústrú Helga væri eina kona á land-
inu, sem mundi hafa þorað að leggja mannorð sitt í
veð til að bjarga biskupssiólnum. Hann orðaði það