Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Blaðsíða 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Blaðsíða 14
8 Á Alþingi 1631. IÐÚNN Suðurlands saman kominn. Menn væntu þess á hverri stundu, að kirkjan yrði opnuð, og úrslit biskupskjörsins tilkynt. Um biskupskosningu fjallaði kennidómurinn einn, og einfaldur meirihluti réð úrslitum. En þessi biskupskosning gekk nú samt ekki eins greitt og búast hefði mátt við. Flestir prestarnir höfðu strax í upphafi orðið sammála um að gera einn son hins látna biskups, síra Gísla Oddsson, að eftirmanni föður síns. Hann var vel lærður maður og orðlagður prédikari, og mundi hvergi hafa mætt andstöðu, ef ekki hefði verið einn ljóður á ráði hans: hann var vínhneigður um of. Allra manna var hann ljúfastur í viðmóti, árinu yn9ri en Arni bróðir hans, og miklu vinsælli maður. Vilji prestanna hafði verið svo eindreginn, að þeir höfðu í raun og veru kjörið síra Gísla til biskups fyrir nærri hálfu ári heima í Skálholti, strax eftir útför herra Odds. En þegar leið að þingi, var nýtt biskupsefni komið til sögunnar, sem einkum hafði fylgi presta í vesturhluta stiftisins. Hann hét Brynjólfur Sveinsson. Þessi ungi maður — hann var ekki fullra 26 ára — var vestfirzkur að ætt, prófastssonur úr Holti í Önund- arfirði, og var alment talinn lærðastur allra yngri manna landsins. Eftir fimm ára nám við háskólann í Kaup- mannahöfn hafði hann horfið heim fyrir tveim árum, dvalist báða þá vetur í foreldrahúsum og varið þeim óslitnum til grísku-iðkana. Brynjólfur hafði lagt af stað frá Holti fyrir tæpum mánuði og kom beina leið í Skálholt löngu fyrir þing. Honum var tekið þar dauflega eins og vænta mátti. En fám dögum síðar fekk hann skyndilega heimboð frá Vigfúsi Gíslasyni í Bræðratungu. Vinátta þeirra var orðin gömul. Þeir höfðu verið saman í Skálholtsskóla, og þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.