Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Blaðsíða 14
8
Á Alþingi 1631.
IÐÚNN
Suðurlands saman kominn. Menn væntu þess á hverri
stundu, að kirkjan yrði opnuð, og úrslit biskupskjörsins
tilkynt. Um biskupskosningu fjallaði kennidómurinn einn,
og einfaldur meirihluti réð úrslitum.
En þessi biskupskosning gekk nú samt ekki eins greitt
og búast hefði mátt við. Flestir prestarnir höfðu strax í
upphafi orðið sammála um að gera einn son hins látna
biskups, síra Gísla Oddsson, að eftirmanni föður síns.
Hann var vel lærður maður og orðlagður prédikari, og
mundi hvergi hafa mætt andstöðu, ef ekki hefði verið
einn ljóður á ráði hans: hann var vínhneigður um of.
Allra manna var hann ljúfastur í viðmóti, árinu yn9ri
en Arni bróðir hans, og miklu vinsælli maður. Vilji
prestanna hafði verið svo eindreginn, að þeir höfðu í
raun og veru kjörið síra Gísla til biskups fyrir nærri
hálfu ári heima í Skálholti, strax eftir útför herra Odds.
En þegar leið að þingi, var nýtt biskupsefni komið til
sögunnar, sem einkum hafði fylgi presta í vesturhluta
stiftisins.
Hann hét Brynjólfur Sveinsson.
Þessi ungi maður — hann var ekki fullra 26 ára —
var vestfirzkur að ætt, prófastssonur úr Holti í Önund-
arfirði, og var alment talinn lærðastur allra yngri manna
landsins. Eftir fimm ára nám við háskólann í Kaup-
mannahöfn hafði hann horfið heim fyrir tveim árum,
dvalist báða þá vetur í foreldrahúsum og varið þeim
óslitnum til grísku-iðkana.
Brynjólfur hafði lagt af stað frá Holti fyrir tæpum
mánuði og kom beina leið í Skálholt löngu fyrir þing.
Honum var tekið þar dauflega eins og vænta mátti.
En fám dögum síðar fekk hann skyndilega heimboð frá
Vigfúsi Gíslasyni í Bræðratungu. Vinátta þeirra var orðin
gömul. Þeir höfðu verið saman í Skálholtsskóla, og þeir