Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Qupperneq 21
IÐUNN
Á Alþingi 1631.
15
ann einn má því ráða, hvort vér megum lengur við
haldast, eður aldeilis skulum út af deyja. Aldrei hefur
þessu hrjáða landi verið meiri þörf á guðhrædd-
um, vitrum og forsjálum yfirvöldum, svo í veraldlegri
stélt sem innan kennidómsins, sem nú á þessari háska-
samlegu öld. Þar fyrir viljum vér og í nafni allra þessa
fátæka íslands innbyggjara framfæra þá auðmjúku bæn
fyrir vorn allsmektandi föður á himnum — biskup féll
á kné, og með honum allir prestarnir, en allur þing-
heimur bændi sig — að þú, vor Guð faðir almáttugur
og vor ljúfi lausnari Jesús Kristur ásamt með heilögum
anda, viljir nú af þessum vorum þremur bræðrum, sem
í lögmannskjörum eru, þann útvelja, sem þér helzt
þóknast og þú oss mæddum og útörmuðum landsins
börnum gagnlegast álítur ...
Þegar biskup þagnaði, lá hann og allur þirgheimur
eitt andartak á hljóðri bæn. Þar næst reis hann upp og
gekk úr lögréftu.
Þessi snögga athöfn var jafn einföld og hún var há-
tíðleq. Allir voru um sfund á hennar valdi, og undir
áhrifum hennar varpaði Halldór lögmaður teningnum.
Allur þingheimur teygði sig fram.
Kjörvitnin ein stóðu hreyfingarlaus, horfðu að eins á
reitina — þangað til lögmaður sagði í hvellum rómi:
— I nafni heilagrar þrenningar lýsi ég því, að rétt
kosinn lögmaður sunnan og austan á íslandi er Árni
Oddsson.
Árni Oddsson — nafn hans suðaði í loftinu. Árni
Oddsson — það hlaut að vera Guðs vilji.
Jafnskjótt og það var runnið upp fyrir þingheimi, að
Árni Oddsson var orðinn lögmaður, var hann líka fyrir
sjónum þessa sama þingheims orðinn allur annar maður.
Menn tóku nú að rifja upp fyrir sér alt hið lofsverða,