Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Qupperneq 44
38
Sérhættir í sliólamálum.
IÐUNN
kvæmd, hvernig falla þau að þörfum þjóðlífs vors og
kröfum yfirstandandi tíma?
Hvað hefur hún þeirra kosta, er ætla má, að reyndir
sé til fullnustu, og hvar hefur hún leitt í ljós gloppur,
sem aðgerða þarf við?
Það má gera ráð fyrir því, að íslenzk börn eigi við
svipaðan andlegan hag að búa í skólunum og börn í
nágrannalöndunum, að því fráskildu, að skólagöngutími
margra barna hérlendra er miklu styttri, t. d. þar sem
farkensla er í sveitum, og misjafnlega rækt, eins og víða
hefur brunnið við. Það leiðir til þess, að skólinn fyllir
ekki svipað því eins mikið rúm í lífi nemenda sinna og
hliðstæðir skólar annara landa gera. Hér við bætist enn-
fremur, að vegna fátæktar eru íslenzkir skólar yfirleitt
snauðari að áhöldum og gripum en tíðkast um erlenda
skóla, t. d. í Svíþjóð, Finnlandi og víðar. Vegna stað-
hátta er örðugt að viða að sér efni til kenslunnar úr
náttúrunni sjálfri, t. d. lifandi blómum, dýrum og stein-
um. A vetrum er ekkert slíkt að hafa, og börnin fara á
mis við þá örvun athyglisgáfunnar og þá starfsgleði, sem
því er samfara, að geta stuðst við slíka hluti. Um eiginlega
skólavinnu, garðyrkjustörf og þessháttar, er óvíða að ræða.
Þess væri ærin þörf, en lítið orðið úr aðgerðum. Skóla-
líf íslenzkra barna er því fátæklegra frá skólans hálfu
en jafnaldra þeirra erlendis.
Undir því væri þá mikið komið, að lífsumhverfi þeirra
annað fengi vegið það upp, að þar gætti mikilla áhrifa
og hollra, að það væri frjótt að möguleikum og tæki-
færum til þess að neyta vits og krafta, auðugt að göfg-
andi viðfangsefnum og heilsusamlegum lífsskilyrðum. Því
það tjáir ekki að ætla, að vér séum einhver sú tegund
manna, er ein geti að skaðlausu án hvorstveggja þessa
verið. Oss er þar farið nákvæmlega sem öðrum. Hvernig